Söngkonan Britney Spears birti myndband af æfingarútínunni sinni á Instagram nýverið, en söngkonan leggur mikið upp úr andlegu og líkamlegu hreysti á síðari árum.
Í myndbandinu, sem má horfa á hér fyrir neðan, sést að Britney vinnur mikið með styrktaræfingar og ketilbjöllur en gerir einnig æfingar til að viðhalda liðleika sínum, sem er ansi mikið. Fer hún til dæmis í brú á tánum og í splitt.
„Að undirbúa mig fyrir sumarið,“ skrifar Britney við myndbandið.
Ferill Britney hefur verið stormasamur allt frá því að hún sló fyrst í gegn með plötunni …Baby One More Time árið 1999. Síðustu ár hefur hún verið að skemmta í Las Vegas með sýningunni Britney: Piece of Me. Hún steig fyrst á svið í Las Vegas árið 2013 en síðasta sýningin var á gamlárskvöld í fyrra. Alls kom Britney 250 sinnum fram í Las Vegas og sló met í sölu á síðustu sýningunni.
Sem betur fer fyrir aðdáendur söngkonunnar sem komust ekki til Las Vegas, mun Britney ferðast um heiminn í ár með sýninguna, eins og hún gerði líka í fyrra. Treður hún til að mynda upp í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi.
Texti / Lilja Katrín
[email protected]