Plantan skjaldarskytta (pilea peperomioides), oft kölluð peningablóm, hefur notið mikilla vinsæladan undanfarið enda um ansi skemmtilega plöntu að ræða. En hvernig hugsar maður um þessa vinsælu plöntu sem er að finna á mörgun íslenskum heimilum um þessar mundir?
Nýverið kom út bókin Hagnýta pottaplöntubókin er því lýst á einfaldan og skýran hátt, skref fyrir skref, hvernig hægt er að rækta blómlegar og heilbrigðar pottaplöntur og tryggja að þær dafni sem best allan ársins hring.
Fjallað er um 175 tegundir, þar á meðal peningablómið sem hefur verið í tísku undanfarið.
Hitastig: 15-24C°
Birta: Óbeint sólarljós / dálítill skuggi
Umhirða: Fremur auðveld
Vökvun: Látið yfirborð moldarinnar þorna milli vökvunnar frá vori til hausts; haldið henni eilítið rakri á veturna. Úðið vatni reglulega á blöðin.
Næring: Notið hálfan skammt af fljótandi alhliða áburði á tveggja vikna fresti frá vori til hausts.