Icelandair hefur birt kynningargögn fyrir hlutafjárútborð flugfélagsins sem fer fram um miðjan næsta mánuð. Að því gefnu að samþykki fyrir frestun útboðsins fáist á hluthafafundi þann 9. september næstkomandi.
Icelandair hefur lokið öllum samningum sem nauðsynlegir voru í björgunaraðgerðum félagsins og hlutfjárútboðið fyrirhugaða er lokahnykkurinn. Kynningargögn flugfélagsins fyrir fjárfesta, rúmar 100 blaðsíður á heildina, liggja nú fyrir þar sem finna má ítarlegarupplýsingar um rekstur félagsins.
Ríkið mun styðja við Icelandair með ríkisábyrgð á lánalínu fyrir allt að 16,5 milljörðum króna en félagið stefnir að því að ná inn allt að 23 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Icelandair virðist svo stefna að því að ná fram hagnaði aftur árið 2022 en Bogi Nils Bogason forstjóri segir flugrekstur sumarsins hafa verið arðbæran þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.