Miðvikudagur 22. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Svona lítur líkaminn út eftir 55 klukkustunda langa sundferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn hollenski Maarten van der Weijden varð ungur afreksmaður í sundi og átti framtíðina fyrir sér í íþróttinni. En þegar hann var nítján ára greindist hann með krabbamein, nánar tiltekið hvítblæði, og gáfu læknar honum litlar lífslíkur.

Maarten var nítján ára þegar hann greindist með hvítblæði.

Maarten barðist hins vegar með kjafti og klóm og náði að sigrast á krabbameininu. Auk þess sneri hann aftur í sundið af fullum krafti tveimur árum eftir greininguna. Ef það var ekki nóg, þá náði hann svo góðum bata að hann nældi sér í gullverðlaun í sundi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

Þessi sundgarpur lætur fátt stoppa sig.

Maarten reyndi nýlega við að synda tæplega tvö hundruð kílómetra langt sund, betur þekkt sem Elfstedentocht í Hollandi. Vanalega er keppt í skautum þessa leið einu sinni á ári þegar vatnið frýs, en skautað er í hring frá bænum Leeuwarden, í gegnum bæi eins og Stavoren, Workum, Harlingen og Franeker og endað aftur í Leeuwarden. Fyrir þá sem eru kunnugir í Hollandi er endapunkturinn nálægt frægu vindmyllunni De Bullemolen.

Synt af kappi.

Maarten ákvað að synda þessa leið til að safna peningum fyrir krabbameinsrannsóknir, og málstaðurinn því afar nærri hjarta hans. Áætlað var að sundferðin tæki þrjá daga með stuttum hvíldarlúrum. Þegar liðið var á sundið varð Maarten hins vegar veikur og vatnið talið of mengað þannig að hann þurfti að hætta sundinu eftir að hafa synt 163 kílómetra á 55 klukkustundum. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig líkami hans leit út eftir svo langt sund.

- Auglýsing -

Þó að Maarten hafi ekki náð að synda alla leið náði hann samt að safna rúmlega fjórum milljónum dollara, tæplega 430 milljónum króna.

Maarten safnaði tæplega 430 milljónum króna á sundinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -