Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Svona sparar þú risaupphæðir: 20 bestu sparnaðarráðin fyrir árið 2021

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gott sparnaðarráð er gulls ígildi. Mannlíf deilir hér með lesendum 20 ráðum sem munu spara fólki frá tugum þúsund og upp í hundruð þúsunda króna á ári, þá má finna aðra umfjöllun hér. Hjá mörgum fjölskyldum skiptir hver króna máli og eftir að Kórónaveiran hóf að herja á heiminn er fjöldi fólks atvinnulaust eða tekjur hafa dregist saman. Það er því aldrei mikilvægara að kunna listina að spara.

SJÁ EINNIG: 25 RÁÐ OG ÞÚ GRÆÐIR

Sparnaðarráðin eru fengin héðan og þaðan en flest eru þau fengin úr einni allra skemmtilegustu grúppu sem er að finna á samfélagsmiðlum: Sparnaðar tips á Facebook. Mannlíf mælir með að lesendur geri sér ferð þangað næst þegar þeir bregða sér á flakk á veraldarvefnum.

Hvernig sem fjárhagurinn er, þá geta allir grætt á Sparnaðarráðum Mannlífs!

  • Afgangi af heimabökuðum pizzum má henda í frysti. Plúsinn: Gott er að eiga pizzusneiðar í frystinum þegar löngun í skyndibita hellist yfir þig.
  • Skerðu appelsínur og epli í báta og settu í frysti. Þegar þig langar í ferskan drykk, þá fyllir þú fallega könnu af vatni og hendir frosnum ávöxtum út í. Plúsinn: Kannan verður nánast eins og skraut, listaverk eða stofustáss.
  • Keyptu skeggsnyrti og þú sparar yfir 20 þúsund, jafnvel mun meira. Rakvélablöð kosta sitt, fyrir utan raksápu, og bursta. Plúsinn: Skeggsnyrtir endist árum saman.
  • Notaðu duft í uppþvottavélina í stað þess að kaupa töflur. Plúsinn: Dugar vikum eða mánuðum lengur en töflurnar.
  • Skipti út safa fyrir vatn. Ef fjölskylda drekkur nokkra lítra af safa í viku en skiptir honum út fyrir vatn sparast tugi þúsunda. Plúsinn: Vatn er mun hollara en gos og sykurdrykkir.
  • Þriggja daga reglan! Ef þig langar í dýran hlut, hugsaðu málið í þrjá daga. Plúsinn: Kannski var löngunin í hlutinn skyndihugdetta og kannski þarftu alls ekki á þessu að halda.
  • Skoðaðu heimasíðu verkalýðsfélagsins þíns og athugaðu vel og vandlega hvað þeir styrkja og niðurgreiða. Mörg þeirra niðurgreiða: Læknis og jafnvel tannlæknakostnað. Styrkur fyrir gleraugu, sálfræðiþjónustu, Glasa-, tæknifrjóvgun og ættleiðing og ýmislegt fleira.
  • Aldrei yfirgefa verslunina án þess að koma við í „síðasti séns hornið“ og athugaðu hvort þar sé ekki eitthvað bitastætt í gogginn. Verslanir bjóða í auknum mæli upp á vörur sem eru að renna út á hagstæðum kjörum og þar er Krónan og Nettó að gera góða hluti.
  • Nota fjölnotaþurrkur í stað eldhúspappírs og búðu til borðtuskur úr ónýtum fötum.
  • Keyptu fjölnota bómullarskífur í stað einnota.
  • Fjárfestu í kæliboxi til að hafa í bílnum þegar farið er í þeysireið um landið eða sunnudagsbíltúrinn. Smyrðu nesti fyrir fjölskylduna og þá sleppir þú við að kaupa dýrt fæði á bensínstöðvum eða veitingastöðum. Muna að nesti í skólann og nesti í vinnuna sparar aura. Í Góða hirðinum fást kælibox á slikk.
  • Þú getur þetta líka! Þú þarft ekki að fara einu sinni í mánuði í klippingu, litun, plokkun, neglur, augnhárlengingar. Það er dýr viðhaldskostnaður. Skoðaðu kennslumyndskeið á Youtube! Plúsinn: Þú verður á endanum snillingur í snyrtifræði og vinsælust/vinsælastur í vinahópnum!
  • Notaðu nefið! Þó matur sé kominn yfir síðasta söludag, þýðir ekki að hann sé ónýtur. Plúsinn: Þú þjálfar nefið og eflir lyktarskynið.
  • Hrafnhildur í Sparnaðartips grúppunni bendir á að Grön Balance handsápa í 1 lítra umbúðum fæst í Krónunni. Hún segir: „Ég er með „freyði“ pumpuskammtara og þarf 1:10 í pumpuna og vatn á móti. Sýnist að þessi 1 lítri muni duga 2 ár.“
  • Þú þarft ekki að þvo handklæði eftir hvern einasta þvott. Þú varst að stíga út úr sturtunni og líkaminn er hreinn og ert aðeins að þerra af þér vatn. Plúsinn: Handklæði enda oft á því prógrammi í þvottavélinni sem tekur lengsta tímann. Þú ert að spara aura, rafmagn og tíma.
  • Ódýrara er ekki alltaf málið. Ef varan er drasl og endist ekki, þá fer sparnaðurinn fyrir bý.
  • Nota spreybrúsa undir uppþvottalög. Þú blandar nokkrum dropum í brúsann og fyllir með vatni. Margir eru gjarnir á ofnotkun á uppþvottalegi.
  • Í Sparnaðar tips grúppunni er þetta ráð að finna: „Raspa niður handsápur, gamlar sem nýja. Þá þarf að setja nokkrar matskeiðar í vatnskönnu eða skál og láta standa í einn til tvo sólarhringa. Þetta setur þú á tómar sjampóflöskur. Þá er komin prýðileg hand- eða sturtusápa.“
  • Notaðu lítið magn af þvottaefni í hverja vel. Sveinlaug í Sparnaðar tips segir: Magnið sem mælt er með er út í hött. Dugar að nota 1/3 eða 1/4 af því í hvert skipti.“

Þá er þessari yfirferð lokið, HÉR MÁ LESA fyrri umfjöllun Mannlífs um sparnaðarráð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -