Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Svona var hættulegasta fjall Íslands í morgun – Eldur undir Fagradalsfjalli – Nálgast Grindavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jarðskjálfti að stærðinni 4,6 reið yfir á Reykjanesi laust fyrir klukkan níu í morgun. Upptök hans voru við Sandfellshæð, skammt frá Þorbirni og nær Eldvörpum en áður, talsvert vestan við Fagradalsfjall sem hefur verið miðja atburðanna undanfarið. Með þessu færast upptök skjálftanna enn nær og vestur fyrir Grindavík og eru skammt frá Bláa lóninu.

Fremur rólegt var á yfirvofandi eldstöðvum á Reykjanesi í  nótt. Hættulegasta fjall Íslands var í morgun baðað í sólroða en ekkert bólar enn á eldgosi þrátt fyrir skýr merki um að stutt sé í að hraun brjótist upp á yfirborðið. Stærsti skjálftinn í nótt var 3,1.

Keilir í morgun. Sprungan nær þaðan og að Þorbirni.

Talsverður ótti er á meðal fólks í Grindavík og hefur sumum ekki orðið svefnsamt undanfarnar nætur þegar mest hefur skolfið.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -