


„Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum.“

Og þetta líka:
„Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins er eins og blaut tuska í andlitið á þeim þúsundum kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins“ segir í áðurnefdri ályktun, og krefja flokksmenn kjördæmisins formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, um útskýringar á ákvörðuninni.
Ályktunin er undirrituð af stjórnarmönnum úr fulltrúaráðum sjálfstæðisfélaga í Vestmannaeyjum, Grindavík, Reykjanesbæ, Árnessýslu, Austur- Skaftafellssýslu og Gullbringusýslu.