Lögregla handtók í gærkvöldi mann í annarlegu ástandi en sá hafði látið illa og ónáðað fólk í Hafnarfirði. Maðurinn var látinn gista í fangaklefa lögreglu en verður hann sektaður fyrir brot á áfengislöggjöf.
Farþegi í strætisvagni óskaði eftir aðstöð lögreglu í gærkvöld. Farþeginn rankaði við sér í tómum strætó á endastöð og komst ekki út úr vagninum. Lögregla gerði vaktstöð Strætó viðvart sem hleyptu þreytta farþeganum út. Ekki liggur fyrir hvers vegna farþeginn fór framhjá bílstjóranum í lok dagsins.
Lögregla handtók mann í Kópavogi með fíkniefni í fórum sér. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn hafði brotið fleiri reglur en hafði hann dvalið lengur á Schengen-svæðinu en leyfilegt er. Var hann færður á lögreglustöð og bíður hans brottvísun úr landi.
Nemandi réðst á kennara í skóla í Reykjavík og var lögregla kölluð til vegna málsins. Nemandinn hafði einnig brotið rúðu en málið verður unnið í samráði við skóla og foreldra nemandans.