Sýktum eldislaxi er slátrað og seldur til manneldis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, sem fjallaði um málið, kom nýverið upp veirusýing í eldissvæði í Reyðarfirði og Berufirði. Þá virðast aðrar reglur gilda um sýktan eldislax, saman borið við sýkt kjöt, eins og riðuveiku sauðfé, sem er fargað. Laxaflensan sem komið hefur upp nefnist blóðþorri. Var ákveðið að slátra öllum laxi á svæðinu til þess að koma í veg fyrir frekari smitdreifingu á svæðinu.
Þá kemur fram í bréfi frá sérgreinadýralækni hjá MAST að laxinn sé að mestu fluttur úr landi. „Sláturfiskur til manneldis fer allur ferskur, slægður, ísaður og pakkaður beint á markað. Nánast allur lax úr Reyðarfirði fer á erlendan markað, aðallega Bandaríkin en einnig á Evrópumarkað (s.s. Frakkland, Pólland, Holland og Portúgal) og síðan verður eitthvert lítilræði eftir á heimamarkaði.“ Því má ætla að sýktur fiskur hafi verið á borðum landsmanna. Í bréfinu er tekið fram að veiran, blóðþorri, sé skaðlaus mönnum og dreifist ekki með slægðum fiskafurðum.