- Auglýsing -
Fyrr í dag greindi Heilbrigðisstofnun Vestfjarða frá því að fimm einstaklingar væru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar COVID-19-sýkingar á Ísafirði.
Stofnunin hefur nú tilkynnt að sýni sem voru tekin vegna gruns um smit leiddu í ljós að ekki var um COVID-19-sýkingu að ræða. Sá sem var í einangrunn er því kominn úr einangrun og í sóttkví.
Alls eru sex manns á Ísafirði nú í sóttkví en sóttkví er varúðarráðstöfun fyrir einkennalausa einstaklinga sem hafa verið á ferðalögum á skilgreindum áhættusvæðum.