Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Sýningum á söngleiknum Níu líf frestað: „Þetta er ekki draumastaða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er ekki óskastaða,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins um þá staðreynd að óhjákvæmilegt sé að fresta sýningum á Níu líf vegna kórónuveirufaraldursins. Uppselt er á allar sýningarnar sem áttu að hefjast síðar í þessum mánuði.

Brynhildur segir að á meðan tveggja metra reglan var valkvæð hefði verið hægt að sýna Níu líf en með hertum aðgerðum almannavarna þar sem tveggja metra reglan er skylda er vonlaust að halda stórsýningu eins og Níu líf. „Þetta er stórsýning, leikarar, dansarar, tónlistarfólk og fleiri koma að sýningunni. Það er ekki möguleiki að viðhalda tveggja metra fjarlægð, hvorki hjá starfsfólki né í sal,“ útskýrir Brynhildur.

„Æðruleysi er bara lykilorðið núna.“

„Við erum að bregðast við með því að færa leikárið til. Allir miðar eru tryggðir. Æðruleysi er bara lykilorðið núna,“ bætir hún við.

Hún segir sárt að sjá margt sviðslista- og tónlistarfólk missa vinnuna og óvissutíma blasa við fólki sem starfar í skemmtanabransanum. „Tónlistarfólk og sviðslistafólk hefur tekið þyngsta höggið þrátt fyrir að listir og menning sé andleg lífæð til fólks á tímum sem þessum.“

Brynhildur er að vonum svekkt vegna stöðunnar sem upp er komin en tekur fram að ástandið verði að taka alvarlega. „Tökum þetta alvarlega. Það þýðir ekkert að fara of geyst,“ segir Brynhildur.

„Annars getum við ekki beðið eftir að opna leikhúsið fyrir gestum og endurfrumsýna Níu líf þegar það verður hægt. Kortasalan hefur gengið mjög vel í sumar svo það er alveg ljóst að það stendur ekki á landsmönnum að lyfta sér upp, fólk þyrstir í að koma í leikhús,“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -