Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Sýnir og sannar að rassar á Instagram eru ekki ekta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einkaþjálfarinn Anna Victoria birti mynd á Instagram í vikunni sem hefur vakið talsverða athygli. Á myndinni setur hún saman tvær myndir, einni af afturenda sínum í eðlilegri stöðu og annarri af því sem hún kallar Instagram-afturenda.

Við myndina uppljóstrar hún sannleikanum um téða Instagram-afturenda.

„Eitt sem ég var mjög óörugg með þegar ég var að alast upp var rassinn á mér. Ég hef alltaf verið með lítinn rass og ég klæddist síðum bolum til að hylja hann. Eitt sem ég elska við fitness er að maður getur mótað líkamann á ýmsan hátt EN það eru takmörk fyrir því hvað maður getur byggt upp mikinn vöðvamassa í rassinum OG maður þarf að bugta sig og beygja til að sýna það,“ skrifar Anna.

Instagram-rassinn er ekki alvöru rassinn minn

Hún bætir við að margar myndir sem fólk sjái á Instagram af heilsugúrum séu ekki eðlilegar þar sem búið er að leika sér með sjónarhorn og stellingar.

„Búið er að spenna, ýta út og fetta upp á bakið svo mikið að það er sárt á mikið af Instagram-rassamyndunum sem þið sjáið,“ skrifar hún og heldur áfram.

A post shared by Anna Victoria (@annavictoria) on

„Það eru margar leiðir til að láta rassinn líta út tíu sinnum stærri á Instagram en í raun og veru og ég geri það líka! Ég elska að pósa og dást að Instagram-rassinum en það er ekki alvöru rassinn minn. Og ég er sátt við það.“

Hún endar pistilinn á hvatningarorðum.

- Auglýsing -

„Fólk á alltaf eftir að hafa skoðanir á líkama þínum. Særa þær stundum? Já. En vitur kona sagði eitt sinn: Þú gætir verið með þroskuðustu og safaríkustu ferskju í heiminum en það verður alltaf einhver sem hatar ferskjur.“

Anna er mjög vinsæl á Instagram, einmitt vegna þess að hún er mjög hreinskilin og einlæg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um þá líkama sem við sjáum oft á samfélagsmiðlum. Í janúar í fyrra birti hún til dæmis mynd af stæltum kviðvöðvum sínum við hliðina á mynd af sér sitjandi, þar sem sást að hún var með magafellingar eins og flestir aðrir.

Me 1% of the time vs. 99% of the time. And I love both photos equally. Good or bad angles don’t change your worth ❤️ I recently came across an article talking about how one woman stated she refuses to accept her flaws, because she doesn’t see them as flaws at all. I LOVED that because it sends such a powerful message that our belly rolls, cellulite, stretch marks are nothing to apologize for, to be ashamed of, or to be obsessed with getting rid of! As I’m getting older, I have cellulite and stretch marks that aren’t going away, and I welcome them. They represent a life fully lived (for 28 years so far :)) and a healthy life and body at that. How can I be mad at my body for perfectly normal „flaws“? This body is strong, can run miles, can lift and squat and push and pull weight around, and it’s happy not just because of how it looks, but because of how it feels. So when you approach your journey, I want you to remember these things: I will not punish my body I will fuel it I will challenge it AND I will love it ??? If you’re following my page, you’re a part of helping me spread this message and creating this movement – thank you. #fbggirls #realstagram www.annavictoria.com/guides

A post shared by Anna Victoria (@annavictoria) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -