Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Systir hins látna tjáir sig: „Sársaukinn er ólýsanlegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heiða B. Þórðardóttir, systir Gísla Þórs Þórarinssonar sem skotinn var til bana í Noregi, var í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau Gísli Þór voru náin. Heiða segir þau hafa rætt saman daglega vikuna fyrir andlátið. Fréttablaðið greinir frá.

„Sársaukinn er ólýsanlegur” er haft eftir Heiðu. Hún segir bróður sinn hafa verið með „mikinn og stóran persónuleika og ljóst sé að margir syrgi hann”.

Gísli Þór var fertugur þegar hann lést og er talið að maðurinn sem hleypti af skotinu sé hálfbróðir hans. Hinn grunaði birti játningu á Facebook skömmu eftir atvikið. Hinn grunaði er með afbrotaferil að baki á Íslandi og mun hafa haft í hótunum við hinn látna, sem hafði fengið nálgunarbann sett á hann sem tók gildi fyrir rúmri viku eða 17. apríl.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu sem lögreglan í Meham sendi frá sér í gær. Lögregla hefur varist frétta af málinu en í tilkynningunni kemur fram að gæsluvarðhalds verði krafist yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir í tengslum við málið; m.a. fjögurra vikna varðhaldi yfir þeim sem hleypti af skotvopninu. Skýrsla var tekin af vitnum í tengslum við málið í gær.

Lögregla kölluð til á staðinn um klukkan 5.30 á staðartíma síðastliðinn laugardag. Gísli Þór var alvarlega slasaður þegar lögregla kom á vettvang. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á staðnum, samkvæmt upplýsingum frá norsku lögreglunni. Eins og áður hefur komið fram var Gísli Þór fertugur og búsettur í Meham.

Hinn maðurinn sem var handtekinn er 32 ára og neitar hann sök. Segir verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, að hann hafi rætt stuttlega við skjólstæðing sinn og skilji maðurinn ekki hvers vegna hann sitji í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -