Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar Vörðu kemur fram að 9,5 prósent fólks á aldrinum 16 til 24 ára eru hvorki í námi né vinnu. Það er sama hlutfall og á árunum 2014 og 2015.
Adda Guðrún Gylfadóttir rannsakandi hjá Vörðu segir ýmsa þætti hafa áhrif þegar kemur að virkni ungs fólks í dag. Efnahagsleg og félagsleg staða foreldra spili þar inn í. Auk þess skipti kyn, uppruni, fjölskyldugerð og aldur máli.
Ungar konur af erlendum uppruna sögðust upplifa útskúfun í íslensku samfélagi. Útskúfunin er fjölþætt en upplifðu þær hann bæði frá almenningi og stofnunum.
Þá kom fram á fundi Vörðu að á sama tíma er gerð krafa um sjálfsbjargarviðleitni í kerfinu sem getur reynst flókið fyrir fólk af erlendum uppruna.
Morgunblaðið greindi frá málinu