Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Tæplega 100 þúsund börn smitast á tveimur vikum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Tæplega 100 þúsund börn greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum síðustu tvær vikurnar í júlímánuði. Þetta kemur fram í skýrslu Bandarísku barnalæknaakademíunnar og Samtaka bandarískra barnaspítala. RÚV greindi frá.
Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst í Bandaríkjunum hafa nærri 340 þúsund börn smitast. Ríflega fjórðungur þeirra greindist því með veiruna á þessum tveimur vikum í júlí. Stjórnvöld þar í landi hafa gefið út að í flestum ríkjum hefjist kennsla að nýju en því hafa bæði kennarar og foreldrar víða mótmælt þar sem farsóttinn geisi enn af fullum þunga í landinu.

Í faraldrinum hafa ríflega 5 milljónir manna greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum og yfir 160 þúsund hafa látist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -