Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Tæplega 200 kílóum af kjörseðlum eytt í Reykjavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið grín var gert að stærð kjörseðla í Reykjavík fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar, enda sextán flokkar í framboði og lengd kjörseðlanna eftir því. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Björk Laxdal, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjórnar, lét yfirkjörstjórn í Reykjavík prenta 93.000 kjörseðla samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar.

„Þar kemur fram að gera skal ráð fyrir jafnmörgum seðlum í hverri kjördeild og kjósendur eru á kjörskrá og minnst 10% fram yfir,“ segir Helga og bætir við. „Það voru 90 kjördeildir í Reykjavík og 1000 til 1200 kjósendur í hverri þeirra að jafnaði.“

Þá segir Helga að fimm hundruð kjörseðlar hafi rúmast í hvern kassa sem pakkað var niður í sem hver um sig vó sautján kíló. Því má áætla að heildarþyngd kjörseðlanna hafi verið 186 kíló.

Sjá einnig: Tvífarar frambjóðendanna: Þau eru sláandi lík.

Á öruggum stað

Samkvæmt fyrrnefndum lögum um kosningar til sveitarstjórnar skulu kjörseðlar vera úr haldgóðum pappír sem prent eða skrift sést ekki í gegnum, að minnsta kosti 125 g/m að þyngd. Þá kveða þau einnig um að yfirkjörstjórn skuli eyða kjörseðlum eftir tilskilinn tíma eftir að kosningu lýkur.

„Kjörseðlarnir og önnur kjörgögn eru nú geymd á öruggum stað undir innsigli fram yfir kærufrest sem eru sjö dagar, eða að fullnaðarúrskurði uppkveðnum varðandi kosninguna, ef kosning hefur verið kærð. Að þeim tíma loknum, skal yfirkjörstjórn eyða hinum innsigluðu kjörseðlum samkvæmt ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna. Kjörseðlunum er því eytt og þeir endurunnir í samræmi við öryggiskröfur,“ segir Helga, en ekki er gefið upp hvar kjörseðlarnir eru geymdir þangað til. „Kjörseðlarnir eru geymdir á öruggum stað sem yfirkjörstjórn velur og innsiglar. Nánari staðsetning er ekki gefin upp af öryggisástæðum.“

Kosningar í Reykjavík í tölum

Á kjörskrá: 90.135
Hve margir kusu: 60.422
Kjörsókn í prósentum: 67,04%

- Auglýsing -

Stærstu flokkar:

Sjálfstæðisflokkur – 30,77% – 8 borgarfulltrúar
Samfylkingin – 25,88% – 7 borgarfulltrúar
Viðreisn – 8,16% – 2 borgarfulltrúar
Píratar – 7,73% – 2 borgarfulltrúar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -