Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Tæplega 500 sagt upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í mars misstu 473 vinnuna í hópuppsögnum.

 

Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars þar sem 473 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þetta kemur fram á vef VMST.

Tvær uppsagnir voru í starfsemi tengdri flutningum og geymslu, þar sem 328 manns var sagt upp störfum, þarf af 315 hjá Airport Association, en stórum hluta þeirra sem sagt var upp þar hefur verið boðin endurráðning á öðrum kjörum. Því má gera ráð fyrir að uppsagnir verði í raun færri en fram kemur í tilkynningunni.

Hinar uppsagnirnar koma úr fjórum atvinnugreinum; 46 manns var sagt upp í ferðaþjónustu, 37 í framleiðslu, 32 í byggingarstarfsemi og 30 í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi.

Flestar hópuppsagnir bárust frá fyrirtækjum á Suðurnesjum eða 347 og 126 á höfuðborgarsvæðinu. Hópuppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu maí til júlí 2019. Uppsagnir hjá Wow air og aðrar uppsagnir vegna gjaldþrota eru ekki í þessum hópuppsögnum.

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2019 hefur 570 einstaklingum verið sagt upp störfum í hópuppsögnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -