- Auglýsing -
Samkvæmt nýjum talnabrunni frá landlækni kemur fram að þrátt fyrir rýmri löggjöf um þungunarrof fram að 22. viku þungunar, hefur þungunarrofum ekki fjölgað.
Meirihluti kvenna sem gekkst undir þungunarrof árið 2020 var genginn 9 vikur eða skemur eða um 83% kvenna. Vísir fjallaði um málið.
Á árinu 2020 voru framkvæmd 962 þungunarrof á Íslandi. Flestar voru á þrítugsaldri. Innan við tíu þungunarrof voru framkvæmd eftir 20 vikna meðgöngu eða um 0,8 prósent.
Mikill meirihluti þungunarrofa var framkvæmt með lyfjum eða um 87 prósent.