Rannsóknin á málinu lauk í síðustu viku og fór málið fór til meðferðar hjá ákærusviði lögreglustjórans á Vesturlandi. Í framhaldi af því voru sendar út sektargerðir til allra sem eru í yfirkjörstjórninni og þeim var boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu.
Sömu heimildir Mannlífs herma að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hafi fengið hæstu sektina – 255 þúsund krónur.
Þá virðist vera svo að aðrir í yfirkjörstjórninni hafi fengið sekt upp á 150 þúsund krónur.
Ef til þess kemur að fólkið í yfirkjörstjórninni fellst ekki á sektinargreiðsluna þarf lögreglustjórinn á Vesturlandi að úrskurða hvort gefin verði út kæru; myndi þá málið rata fyrir dómstóla. Er þetta í fyrsta skipti sem að yfirkjörstjórn hafi verið send sektarboð eftir kosningar.