Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Talsímadaman Dóra er 108 ára og les Moggann: „Það má alls ekki selja orkuna út úr landinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dóra Ólafsdóttir er 108 ára sem gerir hana að elsta Íslendingnum. Hún er með skoðanir á flestöllum þjóðmálum og hefur orðið sífellt róttækari í stjórnmálaskoðunum með árunum og ekki síst hvað varðar málefni kvenna.

Vil lifa svo lengi sem ég stend í lappirnar

„Ég fullyrði að meiri kvenréttindakona er vandfundin“, segir Áskell Þórisson, fyrrverandi ritstjóri og blaðamaður og sonur Dóru. Mannlíf átti viðtal við Dóru í með dyggri hjálp Áskels en þrátt fyrir að vera ótrúlega góð til heilsunnar er heyrnin farin að gefa sig.

Dóra segir að hún hafi alveg lifað nógu lengi. En um leið hefur bætir hún því við að hún vilji lifa svo lengi sem hún geti staðið í fæturna! En vill Dóra ekki að minnsta kosti verða 110 ára? Hún bara skellihlær.

Dóra prjónar enn alls konar skemmtileg dýr og furðuverur

Megum ekki selja orkuna úr landi

Dóra hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á þjóðmálum og talar oft um sjálfstæði þjóðarinnar. Hún leggur áherslu mikilvægi þess að Íslendingar átti sig á að þeir þurfa að hafa fyrir því að vera sjálfstæð þjóð. „Sjálf man ég aðra tíma og segi margoft að það má alls ekki selja orku þjóðarinnar út úr landinu“. Og hún er ekki hrifin af þeim stjórnmálamönnum sem horfa á orkusölu í gegnum sæstreng sem leið til tekjuöflunar.

- Auglýsing -

Davíð og Jón Steinar í uppáhaldi

Dóra kosið marga stjórnmálaflokka og aldrei verið flokksbundin. Hún hefur horft til frambjóðenda þótt hún hafi lítið hampað einstaka stjórnmálamönnun og aldrei bundið sig við stefnur flokka  „Ég hafði vissulega gaman af því að fá Davíð Oddsson í heimsókn á 108 ára afmælinu. Ég les Moggann daglega, svo ekki sé nú talað um greinarnar hans Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra. Hann er í sérstöku uppáhaldi hjá mér sem og Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur“.

Reyndar sagði Dóra frá því í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum að Jón Steinar skrifaði góðar greinar. Jón Steinar sá þetta og færði henni bókina sína, sem hann gaf út fyrir tveimur árum eða svo. Davíð Oddsson gaf henni einnig lífstíðaráskrift af Morgunblaðinu á 108 ára afmæli hennar.

- Auglýsing -

Göngur og sund en afþakkaði bílprófið

Dóra er alveg merkilega vel á sig komin og erfitt að trúa því að hún sé 108 ára. Hún var í 40 ár „talsímadama” hjá Landssímanum á Akureyri, gekk langa vegalend til og frá vinnu auk þess að fara í sund daglega. Áskell sonur hennar er viss um að þessi mikla hreyfing og útivera sé að skila sér með góðri heilsu núna. Dóra þakkar einnig matarræðinu í uppeldinu á Kljáströnd gott heilsufar en undirstaðan í því var ferskmeti, nýveiddur fiskur og nýskotin bráð.

Dóra við minnismerki Auðar djúpúðgu í ferðalagi sem tekið í tilefni af 100 ára afmæli hennar.

Á einhverjum tímapunkti ákvað Dóra að taka bílpróf en var fljót að sjá að það hentaði henni ekki. Þess í stað bauð hún ökukennaranum inn í kaffi og með því og þakkaði svo pent fyrir sig.

Les allt sem hönd á festir

Dóra hefur ótrúlegt minni en ekkert endilega á það sem gerðist fyrir 100 árum eða svo. Lengi vel hafði hún gríðarlegan áhuga á Auði Djúpúðgu, sá e.t.v. eitthvað í hennar sögu sem heillaði hana að mati Áskels. „Ég les ekki bara Morgunblaðið daglega heldur alls kyns bókmenntir” segir Dóra.

Hún las allar bækur Vilborgar Davíðsdóttur og hefur átt það til að halda langa fyrirlestra yfir syni sínum um Auði. Eitt sinn áskotnaðist henni bandarísk bók um merkar konur og í henni var m.a. sagt frá Auði. „Mamma lét hvorki laust né fast fyrr en ég fór með bókina til Vilborgar sem gjöf frá mömmu” bætir Áskell við en síðar hittust þær en Auður kom í Skjól og las fyrir gamla fólkið.

Sýnishorn af prjóni Dóru

Íslensk list til Kaliforníu

Nýlega fór Dóra á sýningu á verkum Áskels en hann hann vinnur náttúrumyndir. Dóra gerði sér lítið fyrir og keypti fjórar myndir, eina handa dóttur sinni, Ásu, sem býr í Bandaríkjunum eina mynd fyrir hverja af dótturdætrum sínum.

„Ég hef farið nokkrum sinnum farið til Kaliforníu þar sem Ása býr en hef að öðru leiti aldrei verið gefin fyrir utanlandsferðir” segir Dóra.

Mynd eftir Áskel en Dóra hefur sent nokkrar slíkar til Kaliforníu. askphoto.is

Dóra flutti suður árið sem hún varð hundrað ára og hefur verið á Skjóli í rúm átta ár og lætur vel af sér þar.

Mannlíf þakkar Dóru og Áskeli skemmtilegt spjall og vonar að við Íslendingar fáum að hafa þessa vel gefnu og stefnuföstu konu í samfélaginu með okkur sem allra lengst.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -