Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ofurölva manni við Austurvöll síðdegis í gær. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu meðan ástand hans batnar. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglu.
Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.Fjórir þeirra ökumanna sem voru stöðvaðir reyndust án ökurétta.
Mikið var um ölvunar- fíkniefnaakstur um síðustu helgi. Fjörutíu og fjórir ökumenn voru teknir um helgina. Þetta kom fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt mánudags. Þrjátíu og fjórir voru stöðvaðir í Reykjavík, fimm í Kópavogi, þrír í Mosfellsbæ og tveir í Hafnarfirði.
Lögreglan sagði þrjá stöðvaða á föstudag en tuttugu og sex á laugardaginn. Fjórtán á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. „Þetta voru þrjátíu og átta karlar á aldrinum 17-61 árs og sex konur, 17-60 ára,“ segir í tilkynningunni.
Átta þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Sjö hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Í tveimur málanna um helgina voru ökumenn sviptir ökuleyfi til bráðabirgða eftir afskipti lögreglu, en það var vegna ítrekaðra umferðarlagabrota viðkomandi.