Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tara um nýjasta megrunaræðið á Íslandi: „Lyfjameðferðir gegn offitu er harmsaga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, um hefur litla sem enga trú á lyfinu Saxenda og notkun þess í megrunarskyni hérlendis. Hún segir að rauna hafi allar lyfjameðferðir gegn offitu verið harmsaögu.

Svo virðist sem nýtt æði hafi gripið um sig hér á landi en það er að sprauta sig með sykursýkislyfinu Saxenda daglega í þeim tilgangi að léttast. Íslenskur áhrifavaldur sagði fylgjendum sínum frá þessu „undraefni“ sem kom bylgju af stað meðal kvenna.

Lyfið er aftur á móti lítið rannsakað og virðist geta valdið alvarlegum aukaverkunum. Auðvitað þurfa sumir á lyfinu að halda og það er bara jákvætt ef það hjálpar við baráttuna við ofþyngd og heilsubresti. Mannlíf kafaði ofan í málið

Áhrifavaldur segist léttast

Thelma Hilmarsdóttir áhrifavaldur.

Fyrir nokkrum mánuðum var íslenskur áhrifavaldur, Thelma Hilmarsdóttir, á samskiptaforritinu Snapchat að sýna fylgjendum sínum Saxenda-lyfið og matreiddi þetta ofan í fylgjendurna sem svo: „Ég bara sprauta mig með þessu einu sinni á dag og ég léttist“.

Það má segja að á þessum tímapunkti hafi allt farið á hliðina og virðist sem fólk, þá aðallega konur þust til lækna til þess að fá þetta undralyf hjá þeim.

- Auglýsing -

Harmsaga

„Það verður að setja lyfið Saxenda í samhengi við sögu lyfjabransans þegar kemur að offitu og megrunarlyfjum. Lyfið er enn eitt lyfið sem sett er á markað sem megrunarlyf og það er alls ekki útséð með það. Þegar kemur að lyfjameðferðum gegn offitu er þær harmsaga. Þess er skemmst að minnast þegar offitulyfið Phen Phen kom á markað á tíunda áratug síðustu aldar. Það olli mjög miklu æði og mikið var sótt í þessi lyf sem voru ekki nægjanlega vel rannsökuð. Þau fengu samt leyfi hjá lyfjaeftirlitinu af því að það var búið að gera svo mikið úr heilsufarslegum vandamálum tengdum offitu svo hærri fórnarkostnaður tengdur lyfjum gegn offitu varð ásættanlegur.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu

Það sem gerðist með þessi lyf er að þau valda hjarta og kransæðavandamálum, lungnasjúkdómum og mjög alvarlegum veikindum, mörg dauðsföll eru rakin til þessarra lyfja. En þann dag í dag er verið að fara í hóplögsóknir gegn lyfjaframleiðanda Phen Phen, 30 árum síðar. Þetta er alltaf sama sagan í raun og veru með lyfjameðferð, það eru miklar aukaverkanir og árangurinn er ekki það stórkostlegur að hægt sé að réttlæta áhættuna. Árangurinn er ekki mikill, oft örfá kíló, ef þá einhver, umfram það að vera sjálfur að hugsa um mataræðið og hreyfingu. Rannsóknir á bak við þessi lyf eru alltaf skammtímarannsóknir og það er ekki verið að sýna fram á langtímaárangur. Við erum samt alltaf að tala um þessar miklu, og alvarlegu og jafnvel óþekktu aukaverkanir. Það eru til megrunarlyf sem valda mörgum sjúkdómum sem stöðugt er verið að kenna offitu um. Það eru offitulyf sem valda háum blóðþrýstingi og svo lengi mætti telja,“ segir Tara.

- Auglýsing -

Þekktar aukaverkanir

Ein þekkt aukaverkun sem fundist hefur hjá tilraunadýrum í rannsóknum á Saxenda er skjaldkirtilskrabbamein en ekki er vitað hvort það eigi við um menn. Tara hefur miklar áhyggjur af þessari þróun.

„Maður veltir fyrir sér hvar umhyggjan er fyrir heilsu og velferð fólks er kemur að ofþyngd. Það er stöðugur áróður um að offita valdi hinu og þessu en svo á að gefa fólki lyf sem valda einmitt þessum hlutum og jafnvel alvarlegri. Þetta er dálítið mótsagnakennt. Auðvitað skilur maður alveg að fólk taki öllum nýjungum er tengjast baráttu við offitu fagnandi. Fólk sem hefur til langs tíma barist við líkama sinni og maður skilur svo sem líka að heilbrigðisstéttir taki  einnig fagnandi af því að skjólstæðingar þeirra eru að leita lausna og biðja um aðstoð. Það má samt ekki loka augunum fyrir þeim árangursrannsóknum sem sýna það að lífstílsmeðferð sem einblínir ekki á kílóa missi, eru þyngdarhlutlausar sýna langbesta langtíma árangurinn með tilliti til bætingar á heilsufari. Það þarf nauðsynlega að snúa þeirri þróun við að við horfum einungis á kíló og kílóa missi. Ég hef miklar áhyggjur af þessarri þróun bæði með lyfjameðferðir og aðgerðir því það festir fólk í þessum ofuráherslum á þyngd. Það er líka áhyggjuefni hvernig skekkjan í heilbrigðiskerfinu er og ýmsum heilsufarsvandamálum er skellt á þyngd fólks.

Ég er hrædd um að Saxenda verði notað sem yfirbreiðslulausn þegar vandinn snýst ekki einu sinni um holdafarið. Fólk sem er of þungt kemur kannski til læknis með  vandamál sín og það gengur út með lyf á meðan grönn manneskja með sömu vandamál gengur út með allt annars konar laus á sama vanda. Það er mismunun í gangi innan heilbrigðiskerfisins sem drifin er áfram af fitufordómum. Mér þykir ótrúlegt að lyfið hafi fengið leyfi í ljósi þess að fundist hafa orsakatengsl milli notkunar á Saxenda og skjaldkirtilskrabbameins hjá tilraunadýrum/ músum og rottum, en ekki vitað hvort það geti átt sér stað hjá mönnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -