Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Team Rynkeby hópurinn kom hjólandi til Guðna Th.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjólahópurinn Team Rynkeby Ísland heimsótti Bessastaði í gær og færði Guðna Th. Jóhannessyni forseta peysu að gjöf.

Hópurinn hjólar að Bessastöðum Mynd / Rebekka Frímannsdóttir

Team Rynkeby verkefnið er eitt stærsta góðgerðarverkefni í Evrópu með liðum frá öllum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Sviss ásamt einu samevrópsku liði. Verkefnið felst í að liðin hjóla, flest frá Danmörku niður Evrópu eina viku um 1300 km í júlíbyrjun og enda öll sama daginn í sama garðinum í París. Samtals eru liðin 57 með um 2100 hjólurum og 550 manna aðstoðarliði

Vel var tekið á móti hópnum eins og sjá má á myndum sem Brynja Kristinsdóttir ljósmyndari tók, en hún er að taka þátt í verkefninu í annað sinn.

Guðni fékk treyju að gjöf Mynd / Brynja Kristinsdóttir
Mynd / Brynja Kristinsdóttir
Skyldi hann passa?
Stór hluti Team Rynkeby  2020
Mynd / Brynja Kristinsdóttir

Í lok september í fyrra afhenti Team Rynkeby Íslands Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 23.611.699 krónur með viðhöfn í Smáralind.

Sjá einnig: Team Rynkeby Ísland afhendir Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tæpar 24 milljónir króna

Sjálfutími
Mynd / Brynja Kristinsdóttir

Í ár átti fjórða skiptið að vera nú í júlí, en sökum kórónuveirufaraldursins var hjólaferðin felld niður. Íslenski hópurinn hefur þó hist í fjólmörgum hjólaferðum hér heima í staðinn og safnað fé til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

- Auglýsing -

Fylgjast má með Team Rynkeby Ísland á Facebook-síðu og heimasíðu verkefnisins.

Mynd / Brynja Kristinsdóttir
Mynd / Brynja Kristinsdóttir
Mynd / Brynja Kristinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -