Hjólahópurinn Team Rynkeby Ísland heimsótti Bessastaði í gær og færði Guðna Th. Jóhannessyni forseta peysu að gjöf.
Team Rynkeby verkefnið er eitt stærsta góðgerðarverkefni í Evrópu með liðum frá öllum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Sviss ásamt einu samevrópsku liði. Verkefnið felst í að liðin hjóla, flest frá Danmörku niður Evrópu eina viku um 1300 km í júlíbyrjun og enda öll sama daginn í sama garðinum í París. Samtals eru liðin 57 með um 2100 hjólurum og 550 manna aðstoðarliði
Vel var tekið á móti hópnum eins og sjá má á myndum sem Brynja Kristinsdóttir ljósmyndari tók, en hún er að taka þátt í verkefninu í annað sinn.
Í lok september í fyrra afhenti Team Rynkeby Íslands Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 23.611.699 krónur með viðhöfn í Smáralind.
Sjá einnig: Team Rynkeby Ísland afhendir Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tæpar 24 milljónir króna
Í ár átti fjórða skiptið að vera nú í júlí, en sökum kórónuveirufaraldursins var hjólaferðin felld niður. Íslenski hópurinn hefur þó hist í fjólmörgum hjólaferðum hér heima í staðinn og safnað fé til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
Fylgjast má með Team Rynkeby Ísland á Facebook-síðu og heimasíðu verkefnisins.