Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Team Rynkeby Ísland afhendir Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tæpar 24 milljónir króna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær afhenti hjólahópurinn Team Rynkeby Ísland Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 23.611.699 krónur með viðhöfn í Smáralind. Hjólahópurinn ásamt velunnurum var viðstaddur.

Það eru Guðbjörg Þórðardóttir og Viðar Einarsson sem byrjuðu með Team Rynkeby á Íslandi árið 2017, en um er ræða verkefni þar sem hjólreiðafólk hjólar frá Kolding á Jótlandi til París í Frakklandi.

Guðbjörg Þórðardóttir og Viðar Einarsson sem byrjuðu með Team Rynkeby á Íslandi.

Í ár var Ísland í þriðja skipti með þátttökulið.  Árið 2017 safnaði liðið rúmlega 9.4 milljónum krónum og  rúmlega 16,6 milljónum krónum árið 2018.

Íslenski hópurinn árið 2019.

Þann 29. júní lögðu 36 hjólarar ásamt átta manna aðstoðarliði af stað frá Kolding á Jótlandi og setti stefnuna á París.  Leiðin lá frá Danmörku til Þýskalands, inn og út úr Hollandi (sama daginn) inn í Belgíu og síðan yfir landamærin til Frakklands.  Eftir viku hjólreiðar var komið til Parísar ásamt 54 öðrum liðum frá Norðurlöndunum auk liðs frá Þýskalandi.  Lengsta dagleiðin var um 206 km. Alls voru hjólaðir rúmlega 1280 km.

Brynja Kristinsdóttir ljósmyndari og þátttakandi í hópnum sumarið 2019 festi stemninguna á filmu.

Team Rynkeby Ísland 2019 þakkar kærlega fyrir veittan stuðning. Ykkar stuðningur er mikilvægur í baráttu krabbameinssjúkra barna til betra lífs.

Hópurinn fyrir sumarið 2020 hefur þegar verið valinn og má fylgjast með Team Rynkeby Ísland á Facebook-síðu og heimasíðu verkefnisins.

- Auglýsing -
Daninn Carl Erik Dalbøge er framkvæmdastjóri Team Rynkeby Foundation. Rósa Guðbjartsdóttir formaður Styrtkarfélags Krabbameinssjúkra barna tók við ávísuninni, Guðbjörg og Viðar.
Trausti Jónsson kynnir ásamt Gísla Guðmundssyni og Söndru Jónsdóttur.
Marinó Rafn Guðmundsson.
Trausti, Guðbjörg og Viðar.
Fjöldi þáttakenda úr Team RYnkeby auk velunnarra mætti í Smáralind.

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -