Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Teiknaði stundina þegar þau hjónin misstu fóstur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Curtis Wiklund hefur síðustu ár teiknað mikilvægar stundir í lífi sínu með eiginkonu sinni, Jordin og börnunum þeirra, Casen og Hayden.

Í samtali við fréttaveituna Buzzfeed segist Curtis hafa byrjað að teikna þegar hann var ungur drengur en að listin hafi vikið fyrir tónlist um langa hríð þar til hann kynntist Jordin. Hún hvatti eiginmann sinn til að teikna á hverjum degi og fyrr en varði gerði Curtis sér grein fyrir að uppáhaldsiðja hans var að teikna stundirnar sem hann eyddi með konu sinni.

Fjölskyldan uppí rúmi að lesa bók.

Teikningarnar eiga það sameiginlegt að vera einlægar og hugljúfar og teiknar hann stundir sem margir foreldrar kannast við.

„Mig langaði að teikna allar þessar stundir svo ég myndi aldrei gleyma þeim. Jordin hefur alltaf verið driffjöðurin í þessum stundum þar sem ég finn fyrir alls kyns tilfinningum. Það er eins og ég sé meira í tengslum við raunveruleikann í gegnum hana. Krakkarnir mínir eru farnir að hafa þessi áhrif á mig líka, að láta mig finna djúpar tilfinningar,“ segir Curtis.

Smá aðstoð á salerninu.

Teikningarnar af fjölskyldunni kallar han einfaldlega Us, eða Við, og gaf þær út í bók í desember síðastliðnum. Hann hefur unnið að þessum teikningum síðan árið 2011 en árið 2016 fengu teikningarnar meira vægi þegar hann og Jordin misstu fóstur.

„Fyrsta fósturlátið okkar var svo óvænt að ég vissi ekki hvernig ég ætti að vinna úr því. Þegar ég kom heim gat ég ekki hugsað um annað en að teikna það. Mér fannst það ekki raunverulegt fyrr en ég teiknaði okkur. Síðan starði ég á teikninguna og grét. Já, það var heilandi,“ segir Curtis, en teikningin sem um ræðir er hér fyrir neðan:

- Auglýsing -
Átakanleg stund.

Hann túlkaði einnig tímann sem þau eyddu í að reyna að vinna úr sorginni í gegnum teikningarnar og á endanum kom að glaðari stundum hjá fjölskyldunni. Þessi teikning hér fyrir neðan sýnir þegar Curtis og Jordin komust að því að þau ættu von á barni á ný, en barnið, stúlka, er væntanlegt í mars á þessu ári.

Æðislegar fréttir.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar teikningar eftir Curtis en fleiri af verkum hans má sjá á heimasíðu hans.

- Auglýsing -

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -