Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Teiknar heimsfrægt fólk sem er alls staðar á netinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mismunandi andlitslag fólks er oft það sem veitir mér innblástur, einnig svipbrigði og skuggar. Það er mismunandi hvaða ljósmynd heillar mig hverju sinni,“ segir Anita Ástrós Pétursdóttir. Anita er 23ja ára og útskrifuð af myndlistarbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Mynd / Úr einkasafni
Anita Ástrós.

Anita hefur vakið eftirtekt fyrir myndir sem hún teiknar af þekktum tónlistarmönnum, þar á meðal Rihönnu, Tupac, Bob Marley og Ariönu Grande. Hún segir teikningaráhugann hafa kviknað mjög snemma.

„Ég hef verið að teikna síðan ég var lítil en ég fékk fyrst áhuga á tölvuteikningu síðasta árið mitt í Fjölbraut í Breiðholti út frá áfanga þar sem kennt er á Adobe-forritin, Photoshop, Illustrator og InDesign. Ég fiktaði svo aðeins við að teikna meir í tölvu eftir það en ekkert af alvöru fyrr en um mitt síðasta ár. Þá byrjaði ég að prófa mig áfram við að teikna á iPad í forriti sem heitir Procreate og hef verið að nota það mikið síðan,“ segir Anita.

Skemmtilegast að teikna portrettmyndir

Þó að fari mest fyrir teikningum af heimsfrægu fólki segir Anita að hún teikni líka önnur viðfangsefni, allt eftir því hvað fangar hana hverju sinni.

Poppstjarnan Rihanna.

„Ég byrjaði á að teikna fólk sem veitir mér innblástur á einhvern hátt og heillar mig. Oft sé ég líka myndir af þessu fólki sem mér finnst fallegar og langar til að teikna. Ég er alveg líka að teikna öðruvísi myndir, eins og tískuskissur og -teikningar til dæmis, en mér finnst skemmtilegast að teikna portrettmyndir. Og þar sem frægt fólk er alls staðar á netinu er auðvelt að detta í það að teikna þau.“

Anita teiknar líka eftir pöntun og hefur fengið góð viðbrögð við listaverkunum sínum.

- Auglýsing -

„Ég hef verið að taka að mér nokkur verkefni og finnst mér mjög gaman að fá pantanir frá áhugasömu fólki. Ég er tiltölulega nýbyrjuð að setja inn myndir eftir mig á samfélagsmiðla en hingað til hef ég fengið jákvæð viðbrögð. Það veitir mér líka innblástur að fólki líki við það sem ég er að gera,“ segir Anita.

Ætlar að auka við kunnáttuna

Hún stefnir á meira nám í hönnun en hefur frá útskrift úr Fjölbraut í Breiðholti varið tímanum í að átta sig á hvaða stefnu hún ætlar að taka í lífinu.

„Eftir að ég útskrifaðist hef ég verið að vinna og ferðast einna helst og reyna að finna betur út úr því hvaða háskólanám mun henta mér best, en ég stefni líklegast á grafíska hönnun eða tískuhönnun á næstunni, nám þar sem ég get haldið áfram að auka við kunnáttu mína.“

- Auglýsing -

Þeir sem vilja fylgjast með Anitu er bent á Instagram– og Facebook-síður hennar.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -