Söngkonan Taylor Swift trónir á toppi nýs lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir tekjuhæsta tónlistarfólkið árið 2019. Swift er sögð hafa þénað 185 milljónir dollara sem gerir um 22,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_55659757-870x580-1.jpg)
Í öðru sæti á listanum er rapparinn Kanye West með 150 milljónir dollara sem jafngildir 18,3 milljörðum íslenskra króna. Stór hluti hans tekna koma út tískufyrirtæki hans Yeezy Apparel.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_55139046-870x580-1.jpg)
Í þriðja sæti er tónlistarmaðurinn Ed Sheeran með 110 milljónir dollara og í fjórða sæti er hljómsveitin The Eagles með 100 milljónir Bandaríkjadala.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_55281216-387x580-1.jpg)
Elton John er í fimmta sæti með 84 milljónir dollara í tekjur og hjónin Beyoncé og Jay-Z lenda bæði í sjötta sæti en þau þénuðu 81 milljón dollara hvor á þessu ári.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_55627203-870x580-1.jpg)
Rapparinn Drake er í áttunda sæti með 75 milljónir Bandaríkjadala í tekjur og Diddy lendir í níunda sæti með 70 milljónir dollara í tekjur. Tíunda sætið tekur hljómsveitin Metallica með 68,5 milljónir dollara í tekjur á þessu ári.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_55162152-870x580-1.jpg)
Myndir/ EPA