Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Tekjuhæsta tónlistarfólkið árið 2019 – Taylor Swift á toppnum með 22,5 milljarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Taylor Swift trónir á toppi nýs lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir tekjuhæsta tónlistarfólkið árið 2019. Swift er sögð hafa þénað 185 milljónir dollara sem gerir um 22,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi.

Taylor Swift er á toppi lista Forbes yfir tekjuhæsta tónlistarfólkið árið 2019. Mynd / EPA

Í öðru sæti á listanum er rapparinn Kanye West með 150 milljónir dollara sem jafngildir 18,3 milljörðum íslenskra króna. Stór hluti hans tekna koma út tískufyrirtæki hans Yeezy Apparel.

Tekjur Kanye West koma frá tónlistinni en einnig úr tískufyrirtæki hans. Mynd / EPA

Í þriðja sæti er tónlistarmaðurinn Ed Sheeran með 110 milljónir dollara og í fjórða sæti er hljómsveitin The Eagles með 100 milljónir Bandaríkjadala.

Ed Sheeran þénaði um 110 milljónir dollara á þessu ári. Mynd / EPA

Elton John er í fimmta sæti með 84 milljónir dollara í tekjur og hjónin Beyoncé og Jay-Z lenda bæði í sjötta sæti en þau þénuðu 81 milljón dollara hvor á þessu ári.

Beyoncé og eiginmaður hennar Jay-Z þénuðu jafnmikið á þessu ári. Mynd / EPA

Rapparinn Drake er í áttunda sæti með 75 milljónir Bandaríkjadala í tekjur og Diddy lendir í níunda sæti með 70 milljónir dollara í tekjur. Tíunda sætið tekur hljómsveitin Metallica með 68,5 milljónir dollara í tekjur á þessu ári.

Hljómsveitin Metallica var með um 68,5 milljónir dollara í tekjur þetta árið. Mynd / EPA

Listann má sjá í heild sinni á vef Forbes en á honum eru laun 40 tónlistarmanna og hljómsveita talin upp.

- Auglýsing -

Myndir/ EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -