Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Listi yfir 40 tekjuhæstu Íslendingana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einu sinni á ári birtir embætti ríkisskattstjóra lista yfir þá 40 einstaklinga sem greiða hæsta skatta hérlendis samkvæmt álagningaskrá. Á sama tíma eru þær skrár gerðar tímabundið aðgengilegar og nokkrir íslenskir fjölmiðlar ná í þær, búa til lista yfir tekjur einstaklinga eftir atvinnugreinum og selja forvitnum almenningi sem byggja á skránum.

Þær skattgreiðslur sem tilteknar eru í álagningarskrá gefa þó ekki alltaf raunsanna mynd af tekjum Íslendinga. Sumir sem greiða himinháa skatta hafa getað beðið þangað til eftir að álagningarskráin er birt og talið svo fram. Þannig hafa þeir sloppið við að lenda á útsendum lista ríkisskattstjóra, og að nöfn þeirra birtist í flestum fjölmiðlum landsins. Og í álagningaskránum kemur bara fram hverjar heildargreiðslur viðkomandi vegna opinberra gjalda voru. Þar er ekki hægt að sjá t.d. hversu mikið hver einstaklingar þénaði í launatekjur og hversu háar fjármagnstekjur þeirra voru. Það skiptir umtalsverðu máli í ljósi þess að staðgreiðsla skatta af launatekjum er á bilinu 36,94 til 46,24 prósent að útsvari meðtöldu en fjármagnstekjuskattur var 20 prósent þangað til um síðustu áramót þegar hann var hækkaður upp í 22 prósent.

Ef einstaklingur er með þorra tekna sinna í formi fjármagnstekna þá borgar hann mun minna hlutfall af tekjum sínum til ríkissjóðs en ef hann er með þær í formi launatekna.

Upplýsingar um það hvernig tekjur fólks skiptast, og tæmandi upplýsingar um hverjir borga hvað í skatta, er hins vegar hægt að finna í svokallaðri skattskrá. Þessum upplýsingum hefur vefurinn Tekjur.is safnað saman og gert aðgengilegar á stafrænu formi. Vefurinn fer í loftið í dag og hægt er að komast inn á hann á heimasíðu Kjarnans.

Þar birtast upplýsingar um tekjur allra Íslendinga á árinu 2016 sem eru 18 ára og eldri, og yngri en 100 ára, með sama hætti og þær birtast í skattskránni. Og þar kemur meðal annars fram að sex Íslendingar voru með fjármagnstekjur sem voru yfir einum milljarði króna á því ári.

Hægt er að lesa ítarlega fréttaskýringu um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kom út í morgun og á vef Kjarnans.

Hér er listi yfir 40 tekjuhæstu Íslendingana. Allar upplýsingar í töflunni eru úr skattskrá.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -