Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Tekur Dagur við íslenska landsliðinu? – „Ég er held ég bara í sömu stöðu og Guð­mundur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir vonbrigðin á HM hefur umræða um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta farið á flug.

Svo fór að ís­lenska lands­liðið endaði í 12. sæti á HM; vilja margir meina að Guð­mundur Guð­munds­son núverandi lands­liðs­þjálfari komist ekki lengra með liðið.

Guðmundur Guðmundsson.

Ýmis nöfn hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir þjálfarar íslenska liðsins; þá helst Dagur Sigurðsson, sem var ekki mjög hrifinn af spilamennsku liðsins á HM og vill meina að árangurinn hefði átt að verða miklu betri:

„Hann er búinn að vera að segja að liðið sé að spila stór­kost­lega. Það er bara ekki alveg rétt. Ég er ekki til­búinn að kvitta upp á að þetta séu bara ein­hverjar 15 mínútur á móti Ung­verjum, en að annars hafi mótið bara heilt yfir verið gott. Ég held að allir þjálfarar sem eru látnir fara, séu látnir fara af því að liðið klikkaði á of mörgum dauða­færum og mark­vörðurinn hjá mót­herjunum varði of marga bolta. Það eru engar aðrar á­stæður í hand­bolta til að láta þjálfara fara heldur en þessa.“

Dagur er þjálfari japanska karla­lands­liðsins; er með samning í eitt ár til við­bótar.

Kristjana Arnars­dóttir, um­sjónar­kona HM stofunnar á RÚV spurði Dag eftir síðasta leik Íslands á HM, hvort hann gæti hugsað sér að taka við ís­lenska lands­liðinu:

- Auglýsing -

„Ég er held ég bara í sömu stöðu og Guð­mundur. Ég hef ekki verið að ná þeim árangri sem ætlast er til af mér og feginn að halda mínu djobbi ef ég get það fram yfir Ólympíu­leika.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -