Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Telja matvælaframleiðendur skorta þekkingu á matarsóun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun hefur skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum um hvernig hægt er að ná markmiðinu um að draga úr matarsóun um 50% fyrir árið 2030.

Alls eru tillögur hópsins 24 talsins, þeim er skipt í 14 aðgerðir á ábyrgð stjórnvalda og 10 aðgerðir á ábyrgð atvinnulífsins. Í skýrslunni er lögð áhersla á að til að hægt sé að ná árangri í að draga úr matarsóun þurfi samstillt átak þar sem allir leggjast á eitt. Hópurinn telur að atvinnulífið, almenningur og stjórnvöld þurfi að setja málið í forgrunn.

Hópurinn skilaði Guðmundi Inga umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Mynd / Umhverfisráðuneytið

Tillögurnar eru fjölbreyttar en hluti þeirra snýr að vitundarvakningu meðal matvælaframleiðenda og frumframleiðenda.

Markmið aðgerðar númer 16 í skýrslunni snýst til að mynda um að auka þekkingu matvælaframleiðenda á hvað matarsóun er og hverjar mögulegar aðgerðir til að sporna við henni eru.

„Það virðist skorta þekkingu meðal matvælaframleiðenda á matarsóun og á mögulegum aðgerðum sem þeir geta gripið til gegn henni, t.d. á möguleikum til aukinnar nýtingar hliðarafurða og verðmætasköpunar úr þeim. Aðgerðin felst í að greina þær hliðarafurðir sem falla til í matvælavinnslu og heildsölu og fara ekki á markað,“ segir meðal annars í um markmiðið í skýrslunni.

„Það skortir þekkingu meðal frumframleiðenda á matarsóun…“

Aðgerð 15 felur þá í sér að vekja frumframleiðendur matvæla til umhugsunar með það að markmiði að auka þekkingu framleiðenda á til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að sporna gegn matarsóun og hvernig má auka verðmætasköpun úr því hráefni sem til fellur

- Auglýsing -

„Það skortir þekkingu meðal frumframleiðenda á matarsóun og á mögulegum aðgerðum sem þeir geta gripið til gegn henni, t.d. á möguleikum til aukinnar nýtingar hliðarafurða og
verðmætasköpunar úr þeim. Aðgerðin felst í að greina þær hliðarafurðir sem falla til í
frumframleiðslu og fara ekki á markað, s.s. vegna útlits eða annarra galla.“

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögur starfshópsins að aðgerðum gegn matarsóun og skýrsluna má nálgast á Samráðsgátt. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -