Ákvörðun Harrys og Meghan Markle, hertogahjónanna af Sussex, um að draga sig í hlé og segja sig frá opinberum embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar kom mörgum í opna skjöldu í gær. Hjónin sögðu frá ákvörðun sinni í tilkynningu á Instagram og í ljós kom síðar að þau höfðu ekki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskuldunni áður en tilkynningin var send út. Í frétt BBC er fjölskyldan sögð sár og undrandi.
Í tilkynningu Meghan og Harrys segjast þau ætla að freista þess að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði og verja tíma sínum jafnt á milli Bretlands og Bandaríkjanna þar sem Meghan er fædd og uppalin.
Síðan tilkynningin var send út hafa samfélagsmiðlar logað og netverjar keppst við að tjá sig um málið undir myllumerkinu #megxit en þar er vísað í Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun hjónanna en margt fólk hefur lýst yfir stuðningi sínum við hjónin og segja þetta rétta ákvörðun.
Kynþáttafordómar og óvægin umfjöllun
Meghan Markle þykir hafa fengið afar slæma útreið í fjölmiðlum síðan hún og Harry opinberuðu samband sitt.
Netverjar vilja margir hverjir meina að óvægin fjölmiðlaumfjöllun sé ástæða þess að hjónin tóku ákvörðun um að stíga til hliðar. Sömuleiðis kynþáttafordómar sem Meghan hefur þurft að þola undanfarið.
„Svívirðingarnar og kynþáttafordóma sem Meghan hefur orðið fyrir síðan þau trúlofuðu sig er til skammar,“ skrifar fjölmiðlakonan Victoria A. Brownworth og hrósar hjónunum fyrir ákvörðunina.
„Mér þykir mikið til hugrekkis þeirra koma,“ skrifar fyrirlesarinn Christine Gritmon meðal annars og hrósar þeim fyrir að setja andlega heilsu og einkalíf í fyrsta sæti.
Bravo to Meghan (& Harry) for #Mexit. The abuse & racism Meghan has had to cope with since her engagement was first announced has been outrageous. One doesn’t have to be a supporter of the monarchy to be cheering this move. Meghan deserves a real life, not one of constant abuse. pic.twitter.com/pLhcTGHfjb
— Victoria Brownworth #NoMaskNoService (@VABVOX) January 8, 2020
LIVING for #MEXIT. I'm so impressed that they've had the courage to do what's best for them. Prioritizing their mental health, their privacy, their own little family unit, and their ability to live their own fulfilling lives.
— christine gritmon ✨ (@cgritmon) January 8, 2020
Sumir telja þá kynþáttafordómana sem Meghan hefur orðið fyrir vera aðalástæðan fyrir ákvörðun þeirra um að stíga til hliðar.
The Markle story is such a clear example of Britain's racism and double standards. Why for example has @piersmorgan tweets 104 times about her in the last year (basically all negative), but only seven about Prince Andrew? #Mexit #HarryandMeghan
— Anthony McDonnell (@apmcdonnell) January 9, 2020
https://twitter.com/hatice_akyun/status/1215186518689701889
Folks are unhappy that their newfound punching bag wont be available to absorb the assault of their racism and post colonial ideals #Mexit
— Phylmour (@Phylmour) January 9, 2020
Sjá einnig: Harry og Meghan draga sig í hlé