Mánudagur 28. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Telja óvægna fjölmiðlaumfjöllun og rasisma vera ástæðuna fyrir #megxit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákvörðun Harrys og Meghan Markle, hertogahjónanna af Sussex, um að draga sig í hlé og segja sig frá opinberum embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar kom mörgum í opna skjöldu í gær. Hjónin sögðu frá ákvörðun sinni í tilkynningu á Instagram og í ljós kom síðar að þau höfðu ekki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskuldunni áður en tilkynningin var send út. Í frétt BBC er fjölskyldan sögð sár og undrandi.

Í tilkynningu Meghan og Harrys segjast þau ætla að freista þess að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði og verja tíma sínum jafnt á milli Bretlands og Bandaríkjanna þar sem Meghan er fædd og uppalin.

Síðan tilkynningin var send út hafa samfélagsmiðlar logað og netverjar keppst við að tjá sig um málið undir myllumerkinu #megxit en þar er vísað í Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Skiptar skoðanir eru um ákvörðun hjónanna en margt fólk hefur lýst yfir stuðningi sínum við hjónin og segja þetta rétta ákvörðun.

Kynþáttafordómar og óvægin umfjöllun

Meghan Markle þykir hafa fengið afar slæma útreið í fjölmiðlum síðan hún og Harry opinberuðu samband sitt.

- Auglýsing -

Netverjar vilja margir hverjir meina að óvægin fjölmiðlaumfjöllun sé ástæða þess að hjónin tóku ákvörðun um að stíga til hliðar. Sömuleiðis kynþáttafordómar sem Meghan hefur þurft að þola undanfarið.

„Svívirðingarnar og kynþáttafordóma sem Meghan hefur orðið fyrir síðan þau trúlofuðu sig er til skammar,“ skrifar fjölmiðlakonan Victoria A. Brownworth og hrósar hjónunum fyrir ákvörðunina.

„Mér þykir mikið til hugrekkis þeirra koma,“ skrifar fyrirlesarinn Christine Gritmon meðal annars og hrósar þeim fyrir að setja andlega heilsu og einkalíf í fyrsta sæti.

- Auglýsing -

Sumir telja þá kynþáttafordómana sem Meghan hefur orðið fyrir vera aðalástæðan fyrir ákvörðun þeirra um að stíga til hliðar.

https://twitter.com/hatice_akyun/status/1215186518689701889

Sjá einnig: Harry og Meghan draga sig í hlé

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -