Stór hópur vísindamann frá 32 löndum hafa sent Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, opið bréf þar sem þeir segjast telja að COVID-19 veiran geti borist með lofti og smitað fólk. Stofnunin hefur hingað til verið á öðru máli og fullyrt að þannig geti hún aðeins smitast við vissar aðstæður.
Frá þessu er í greint í New York Times. Þar er bent á að stofnunin hafi lagt áherslu á handþvott og sótthreinsun til að hindra útbreiðslu veirunnar, en fyrrgreindir vísindamenn telji að veiran geti borist með lofti og vilji þar af leiðandi að í leiðbeiningum sínum leggi stofnunin meiri áherslu á loftræstingu og notkun andlitsgríma en hún hefur gert hingað til.