Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Telur jafnrétti til náms tryggt þrátt fyrir mikla hækkun skrásetningargjalds: „Það myndi ég telja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rektorar opinberu háskólanna fjögurra hafa ákveðið að biðja ráðherra háskólamála um að lögum verði breytt til að skólunum fjórum verði gert kleift að hækka skrásetningargjald úr 75 þúsund krónum í 95 þúsund krónur.

Fram kemur á ruv.is að gjaldið hafi verið óbreytt frá árinu 2014.

Skólarnir fjórir áðurnefndu eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Hólaskóli og Landbúnaðarháskóli Íslands.

„Ég er að skoða þessa beiðni sem kom frá rektorunum núna í desember. Auðvitað hefur gjaldið ekki hækkað í lengri tíma og hefur staðið í stað. En það þarf auðvitað líka að skoða forsendurnar bak við það,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er háskólaráðherra.

Segir Áslaug rektorana hafa tínt til eitt og annað; kostnað sem fellur til vegna skrásetningar:

„En skólarnir þurfa auðvitað að rökstyðja það. Ég mun ekki hækka það meira en stendur undir því sem lögin mæla fyrir.“

- Auglýsing -

Spurð hvort hún geti séð fyrir þér að það verði einhverjir tugir prósentna sem gjaldið myndi hækkaum?

„Ef við myndum bara uppreikna þessa tölu þá gæti þetta hækkað upp í allt að hundrað þúsund. Það fer eftir því hvernig við myndum uppreikna töluna. Það gæti auðvitað líka verið meira. En við þurfum auðvitað að skoða þetta.“

Er ennþá verið að tryggja jafnrétti til náms ef þetta yrði hækkað í hundrað þúsund?

- Auglýsing -

„Já, það myndi ég telja. En það hefur engin ákvörðun verið tekin. Og þetta er bara tala sem er ef þetta yrði uppreiknað, þessi tala sem nú er í lögunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -