Fimm mánuðum eftir að Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust á Írlandi telur móðir hans að hann hafi svipt sig lífi.
Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur son sinn hafa svipt sig lífi en Jón Þröstur hvarf í Dublin á Írlandi í febrúar og ekkert hefur spurst til hans síðan. Fjölskylda hans hefur leitað hátt og lágt í borginni síðan Jón Þröstur hvarf.
Hanna telur að Jón Þröstur hafi svipt sig lífi. Þetta kemur fram í frétt á vef Hringbrautar en viðtal við Hönnu er á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 21:00.
„Þegar ég frétti þetta, þá vissi ég að eitthvað alvarlegt hefði komið upp á. Vegna þess að ég fékk taugaáfall, ég vissi að eitthvað hefði verið alvarlegt,“ segir Hanna í samtali við Sigmund Erni. Hún tekur fram að hún telji son sinn vera látin vegna þess að annars væri hann búinn að láta vita af sér.
Sjá einnig: „Ég ætla að finna drenginn minn og fara með hann heim“