Sunnudagur 29. desember, 2024
-4 C
Reykjavik

Tenórinn Elmar byrjaði í þungarokkinu: „Þá var maður með sítt hár og í leðurjakka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er einn helsti tenórsöngvari Íslands um þessar mundir, en það er hann Elmar Þór Gilbertsson.

Elmar Þór býr í Hollandi en ferðast víðsvegar um Evrópu, starfs síns vegna. Svona þegar það hefur verið hægt en það hefur auðvitað hægst á öllu í Covid.

Elmar er 44 ára í dag.

Elmar hefur á ferli sínum túlkað heilmargar persónur úr heimi óperunnar, má þar helst nefna meðal annars nefna Tamino í Töfraflautunni, Don Ottavio í Don Giovanni, Ferrando í Cosí fan tutte, Alfred í Leðurblökunni, Elvino í La Sonnambula, Nerone í Krýningu Poppeu og Kúdrjás í Katja Kabanova eftir Janáček  og prinsinn í Öskubusku eftir Rossini hjá Maastricht óperunni; hlutverk Mímis í Rínargulli Wagners hjá hinni virtu Ruhrtriennale listahátíð í Þýskalandi, og hlutverk Hertogans af Mantua í Rigoletto eftir Verdi, Lensky úr óperunni Evgéní Ónégin eftir Tchaikovsky og Monostatos úr Töfraflautu Mozarts.

Tvívegis hefur Elmar hlotið Grímuverðlaun sem söngvari ársins og Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 og 2016 sem söngvari ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

Árið 2014 var afmælisbarnið í viðtali við Vísi þar sem hann fór meðal annars yfir upphafsskref sín í söngnum.

- Auglýsing -

Elmar Þór ólst upp í Búðardal, í Dölunum, þar sem tónlistin hafði strax mikil áhrif á hann sem barn. „Ég var í alls konar bílskúrsböndum og byrjaði ungur að koma fram – þá spilaði ég reyndar á rafmagnsgítar og söng. Þetta var dálítið graðhestarokk, við vorum mest í þungarokki. Átrúnaðargoðin voru hljómsveitir á borð við Metallica og Guns N‘ Roses. Svo tókum við það nú enn lengra og fórum að spila dauðarokk. Þá var maður með sítt hár og í leðurjakka.“

Mannlíf óskar þessu stórsöngvara innilega til hamingju með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -