Magnús Jónsson, gjarnan nefndur Texashrottinn, var handtekinn á fimmtudagskvöld á heimili sínu í Reykjavík fyrir árás á fjölskyldumeðlimi.
Hópur af lögreglumönnum mætti á heimili Magnúsar til að handtaka hann. Vitni sögðu atganginn hafa verið mikinn.
„Málið er bara í rannsókn, það er bara stutt komið. Það er búið að ræða við málsaðila og við gefum ekkert frekar upp um framvindu rannsóknarinnar,“ sagði Guðmundur Ásgeirsson lögreglufulltrúi í viðtali við Mannlíf nú í morgun.
Staðfesti Guðmundur að Magnús væri ekki lengur í haldi lögreglu. Samkvæmt heimildum Mannlífs var fjöldi lögregluþjóna sem mættu á vettvang umrætt kvöld og sagði Guðmundur enga sésa vera tekna.
„Ef að málið er þess eðlis það er bara metið samtímis, við tökum enga sénsa“.
Fjölskyldumeðlimir Magnúsar komu til hans síðdegis, samkvæmt heimildum Mannlífs, Til stóð að þeir myndu snæða með honum í tilefni af afmæli eins fjölskyldumeðlims. Skömmu síðar var hann orðinn mjög ölvaður og sýnt að ekkert yrði af afmælisboðinu. Magnús lognaðist svo út af en var þá ákveðið að fólkið færi út að borða. Þau komu aftur heim til hans seint um kvöldið. Þá var Magnús vaknaður og trylltist, samkvæmt heimildum Mannlífs. Á hann að hafa ráðist á einn fjölskyldumeðlim og dregið á hárinu, þar á eftir réðst hann svo á annan fjölskyldumeðlim og tók hann kverktaki. Sá náði að teygja sig í flösku og barði Magnús í höfuðið. Í millitíðinni náðist að hringja á lögregluna sem birtist á mettíma og var Magnús handtekinn.
Magnús á langa ofbeldissögu að baki. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna. Barnsmóðir Magnúsar lýsti grófu ofbeldi sem hún kveðst hafa orðið fyrir að hans hálfu í viðtali við DV árið 2018. Sleit hún sambandi þeirra eftir sautján ár. Hún sagði ofbeldið hafa verið líkamlegt, kynferðislegt og andlegt.
Magnús var handtekinn í Texas árið 2017 fyrir að hafa beitt Hönnu Kristinu Skaftadóttur þáverandi kærustu sína ofbeldi. Kemur fram í frásögn Hönnu að hann hafi barið höfði hennar í vask á hótelherbergi, gefið henni olnbogaskot í andlit og sparkað í hana.
Magnús er fyrrverandi forstjóri Atorku.
Fyrirvari: Fréttin hefur verið uppfærð að beiðni þolenda Magnúsar.