Eins og fram hefur komið þá sakar Bergþóra Einarsdóttir tónlistarmanninn Magnús Þór Jónsson, betur þekktur sem Megas, um kynferðisbrot gegn sér árið 2004.
Samkvæmt Stundinni rannsakaði lögreglan málið sem blygðunarsemisbrot, talaði ekki við Megas og felldi niður málið.
Ásamt honum sakar Bergþóra tónlistarmanninn Gunnar Örn Jónsson, úr dúettinum Súkkat, um sama brot.
Bergþóra var kölluð Litla ljót af Megasi og henni brá því í brún þegar hún frétti af því að til væri texti eftir hann, sem ber sama nafn, og við skoðun textans sá Bergþóra að hann innihélt mikla samsvörun við atvik sem hún hafði tilkynnt til lögreglu ári áður. Hún segir að fyrir sér sé alveg skýrt að Megas hafi brotið á henni í slagtogi við annan mann; þeir hafi síðan fjallað um atburðinn í þessu lagi.
Hér fyrir neðan er áðurnefndur texti Megasar og Megasukk við lagið Litla ljót:
Komdu fljót litla ljót
lasin ertu með fleiðraðan fót
heppin stúlka að hitta á mig
ég er í hjálparsveitinni og sprauta þig
l-í-ó-t liggðu flöt og krepptu hné,
l-í-ó-t glenntu þig svo sem gleiðust sé
ekki baun sárt leggstu alveg flöt
og afslöppuð, það þarf ekki að gera meir göt
græjaðu þig sem gleiðasta
já uppá gátt ég sker bara á brókina
nú kemur sprautustálið stinnt
eins og stýriflaug enda óræk hint
rennur smýgur alla leið inn
og para inn í sjálfan pestar-sentralinn
nú kemur serúmið séra ljót
og svo enn og aftur þú ferð ekki á fót
fyrr en orðin ertu vel hraust
heyrirðu! Ekkert nema sprautur gamanlaust
vanrækt ertu ljúfa löð
langar engan vegintil þess að þú sért glöð
þig vantar steinefni vesalings ljót
það er jú völ á einu –
-hart það er enn sem grjót