Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Teygir sig út í pönk og popp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin Kælan Mikla kemur fram á tónleikum á Gauknum í kvöld. Þar mun hljómsveitin meðal annars spila lög af þriðju breiðskífu sinni, Nótt eftir nótt sem er nýkomin út. Fram undan er svo tónleikaferð um Evrópu.

„Við höfum verið að spila saman síðan árið 2013. Þetta byrjaði sem hálfgert grín í ljóðakeppni á Borgarbókasafninu en síðan sprakk þetta út og við erum búnar að spila mikið eftir það,“ segir Laufey Soffía, einn þriggja hljómsveitarmeðlima Kælunnar Miklu og nefnir sem dæmi að bandið hafi spilað í fyrra í Royal Festival Hall í London, sem hafi verið svolítið stórt og svo á 40 ára afmæli The Cure í Hyde Park. Svo hafa þær ferðast frekar mikið.

„Við spilum ekki svo oft á Íslandi þannig að tónleikarnir á Gauknum í kvöld verða svolítið sérstakir,“ segir hún en á tónleikunum mun bandið meðal annars spila lög af nýju plötunni Nótt eftir nótt. Hljómsveitarmeðlimirnir þrír semja alla tónlistina sem hljómsveitin flytur. „Við höfum þróað tónlistina mikið frá upphafi. Við byrjuðum með frekar hrátt tilraunapönk en núna er þetta orðið miklu þéttara og farið að teygja sig í aðrar áttir. Þetta er svolítið drungaleg tónlist sem teygir sig meðal annars út í pönk og popp. Við erum að reyna að stækka áheyrendahópinn þannig að tónlistin nái líka betur til hvers sem er frekar en að einblína bara á eina stefnu.“

Að sögn Laufeyjar heldur hljómsveitin svo í tónleikaferð um Evrópu í lok mánaðarins og kemur víða fram í febrúar. „Við munum spila lög af nýju plötunni og svo erum við að fara að gefa út tvö tónlistarmyndbönd sem koma út á næstunni,“ segir hún en þess má geta að á Gauknum í kvöld koma einnig fram rapparinn Countess Malaise og bandaríski tónlistarmaðurinn Some Ember.

Kælan Mikla spilar á Gauknum í kvöld. Mynd / Verði ljós

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -