Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Það deyr engin úr ofsakvíða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Þóra Sigfríð Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Undanfarið höfum við fjallað um kvíða og kvíðaviðbrögð og höldum því áfram í dag.  Nú fjöllum við um ofsakvíða, kvíðaröskun sem einkennist að endurteknum óvæntum kvíðaköstum sem standa yfirleitt yfir í nokkrar mínútur.

Ofsakvíðaköst geta komið eins og þruma úr heiðskýru lofti, það er að segja án augljósra skýringa og getur gerst hvar og hvenær sem er. Í Kringlunni, á vinnustað, í bílnum eða bara heimafyrir. Þegar þetta gerist finnur fólk fyrir yfirþyrmandi ótta.  Það getur óttast að missa stjórn á sér, óttast að það sé að missa vitið eða sé að fara deyja vegna þeirra sterku líkamlegu einkenna sem eru fylgifiskur ofsakvíða. Í raun eru þessi líkamlegu einkenni ofsakvíðakasts sterkt kvíðaviðbragð (flótta-/árásarviðbragð, sem fjallað var um í síðustu grein) sem kviknar án raunverulegrar hættu. Köstin geta verið mislöng og alvarleg en oft standa þau yfir í kringum 10 mín.

Einnig getur fólk fengið ofsakvíðakast í aðstæðum þar sem það finnur fyrir ótta. Sem dæmi má nefna fólk sem glímir við köngulóafælni. Þá getur það að sjá kónguló orðið til þess að fólk verður hrætt og fær ofsakvíðakast í kjölfarið.

Ofsakvíði skilur sig frá öðrum kvíðaröskunum að því leiti að fólk beinir athyglinni ekki endilega að utanað komandi hættum heldur að því sem er að gerast í eigin líkama. Athyglin beinist sérstaklega að líkamlegum einkennum sem tengjast kvíða, svo sem hröðum og/eða þungum hjartslætti, grunnri öndun, ógleði, óraunveruleikatilfinningu og svimatilfinningu. Þessi einkenni geta valdið verulegum óþægindum og eru stundum það alvarleg að fólk óttast um líf sitt. Því finnst eins og eitthvað alvarlegt hljóti að vera að og algengt að fólk leiti eftir læknishjálp þar sem það óttast að vera fá hjartaáfall.  Að fá ofsakvíðakast er mikil áreynsla fyrir líkamann og fólk er oft þreytt eftir slíkt kast.

Það liggur í augum uppi að það að fá ofsakvíðakast er sérstaklega óþægilegt og getur líka verið óhugnanlegt. Fólk getur því verið hrætt við að fá slíkt kast aftur og reynir að koma í veg fyrir það. Til dæmis draga margir úr hreyfingu og líkamsrækt til að forðast öran hjartslátt sem minnir á ofsakvíðakasti. Aðrir fara að forðast ákveðna staði, einkum þar sem búast má við margmenni, því fólk vill ekki að aðrir sjái það í þessu ástandi.

- Auglýsing -

Því getur það að fá ofsakvíðakast haft veruleg áhrif á hegðun fólks og lífsgæði þess. Margir skammast sín fyrir að hafa ekki stjórn á sér og veigra sér við að tala um líðan sína og leita sér hjálpar. Það er synd því hugræn atferlismeðferð hefur sýnt framúrskarandi árangur við meðferð ofsakvíða. Almennt er gert ráð fyrir 10 til 12 viðtölum en margir ná verulegum árangir á skemmri tíma en það.  Það er því óhætt að hvetja þá sem hafa fundið fyrir ofangreindum einkennum að leita sér hjálpar.

Sjá einnig: Um kvíðaviðbrögðin þrjú

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -