Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

„Það er aðeins erfitt þegar maður er öðruvísi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm ára gömul flutti Hulda Kristín Kolbrúnardóttir til Stokkseyrar frá Reykjavík. Segist hún ekki hafa blómstrað í félagslífinu til að byrja með, en hún lagði hart að sér í skólanum. „Það er aðeins erfitt þegar maður er öðruvísi en hinir krakkarnir, ég var ekkert vinsæl eða neitt þannig í skólanum,“ segir hún.  „En ég hugsaði mjög mikið um námið og fór upp um bekk,“ segir Hulda Kristín Kolbrúnardóttir í þættinum Fram og til baka á Rás 2.

Hin bláhærða Hulda Kristín er meðlimur Gagnamagnsins eins og flestum er kunnugt. Hulda er ekki nema 24 ára gömul, en hefur þó ansi mikla reynslu að baki innan tónlistargeirans.

Sem unglingur var Hulda mikill aðdáandi Kiriyama Family, sem henni var svo síðar boðið að gerast meðlimur í. Hún tók þátt í Músíktilraunum með þáverandi hljómsveit sinni, Aragrúa. Þau lentu í öðru sæti, en Hulda hlaut líka söngvaraverðlaun keppninnar.

Að lokinni keppninni hringir svo Bassi Ólafsson, trommuleikari Kiryama Family, sem horft hafði á keppnina og bauð henni að vera með í hljómsveitinni.
„Hann spurði hvort ég vildi vera með, litla stelpan, og ég bara: Vá, stóra hljómsveitin vill hafa mig með.“ En hún segir að strax á fyrstu æfingu sinni með Kiryama hafi þetta smollið saman.

Það var svo árið 2017 sem Daði sendi Huldu skilaboð og spurði hana hvort hún væri til í að taka þátt í Eurovision-atriði. „Ég bara: Ehh, jájá!“
En í  Fjölbraut Suðurlands sem kynntist hún Daða Frey, Stefáni Hannessyni og Árnýju, sem öll eru meðlimir Gagnamagnsins.
Fyrir fyrstu æfingar sveitarinnar segist Hulda hafa fundið fyrir smá stressi. „Ég er rosalega feimin manneskja þannig að það að hoppa inn í grúppu var bara: Ekki fá kvíða, þetta verður allt í lagi,“ segir hún.

En segist henni fljótlega hafa farið að líða eins og heima hjá sér. „Þau eru svo slök og yndisleg að þetta er bara búið að vera geggjað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -