- Auglýsing -
Súludans hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri og margir sem hafa fallið fyrir íþróttinni.
Fyrirtækið og líkamsræktarstöðin Power Pole Sports hefur bryddað upp á skemmtilegum leik á Instagram, þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins hvetja iðkendur súlusportsins að birta myndir og myndbönd af sér á súlunni að gera hversdagslega hluti.
Margar myndanna eru ansi hreint skemmtilegar, en þar sjást konur meðal annars sinna húsverkum, borða, leika á hljóðfæri og hjóla á súlunni. Við elskum þessar myndir og myndbönd!