Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

„Það er bara tóm þvæla og ekkert annað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er bara tóm þvæla og ekkert annað. Þetta er reynd tækni sem búið er að nota í áratugi í Danmörku og víðar í Evrópu við góðan orðstír. Ég skil ekki hvað mönnum gengur til við að tala þetta svona niður,“ segir Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, um gagnrýni í þá veru að tæknin sem Sorpa hyggst nota við endurvinnslu sorps í nýrri gas – og jarðgerðastöð við Álfsnes er sögð úrelt.

Björn H. Halldórsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Sorpu

Gagnrýnin snýr að því að stöðin umdeilda komi ekki til með að geta framleitt moltu sem standist gæðakröfur fyrir sölu og dreifingu. Því þurfi að urða alla moltu sem ekki næst að selja en hún mun innihalda örplast og spilliefni þar sem tæknibúnaðurinn geti ekki að hreinsað úrganginn nógu vel, meðal annars vegna þess að úrgangur frá íslenskum heimilum sé ekki nógu vel flokkaður. Björn vísar gagnrýninni til föðurhúsanna.

Björn er sannfærður um að aðferðin sem stöðin nýtir sé ekki aðeins sú hagkvæmasta heldur líka sú sjálfbærasta og umhverfisvænasta. Aðspurður viðurkennir Björn að þessi sama tækni hafi ekki allstaðar virkað vel, til að mynda í norskri stöð sem var lokað. „Þeirri stöð var vissulega lokað en það var vegna mjög sérstakra veðuraðstæðna þar og lyktarmengurnar í kringum hana. Við tæklum það þannig að allt það sem var utanhúss hjá þeim verður innanhúss í þessari stöð,“ segir Björn og bætir því við að móttökustöð Sorpu í Gufunesi hafi verið tæknibreytt undir sérstaka forflokkun á úrgangi áður en hann yrði færður á nýju stöðina. Allt til að búa til sem hreinasta afurð.

„Þetta er mjög sérstök gagnrýni sem er því miður sprottin uppfrá einhverju öðru en faglegum hugmyndum. Það er ekkert í þessu máli eitthvað sem ég bjó til og fyrirtækið uppfyllti öll skilyrði fyrir útboðinu. Allar leikreglur voru uppfylltar og þarna mun takast að framleiða nothæfa moltu. Þó þetta endaði eins og það endaði þá er ég ennþá sannfærður um að þetta er rétta leiðin. Ég furða mig á því að menn telji sig umkomna að gagnrýna afurð sem ekki er búið að framleiða eða búa til.“

Birni var sagt upp starfi eftir að verkefnið hafði farið 1,4 milljarða fram úr áætlun en kostnaðurinn við verkið stendur í dag í 5,3 milljörðum. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gaf út svarta skýrslu vegna framkvæmdarinnar en Björn gagnrýndi skýrsluna harðlega og benti á ættartengls skýrsluhöfundar við samkeppnisaðila Sorpu. Á kreiki sveima sögur um að hann sé sjálfur tengdur vinaböndum við danska fyrirtækið Aikan sem seldi Sorpu tæknina umdeildu. Því hafnar framkvæmdastjórinn fyrrverandi alfarið. „Ég er fésbókarvinur eins þeirra en það er nú allt og sumt,“ segir Björn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -