Ummæli Vigdísar Hauksdóttur vekja kátínu á Netinu. Í hrópandi mótsögn við sjálfa sig.
Viðtal Sunnu Valgerðardóttur fréttakonu á RÚV við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokssins í borgarstjórn, vakti mikla athygli fyrr í vikunni en þar var Vigdis spurð út í stöðuna í borgarstjórn í kjölfar mikillar umræðu um ófrið í Ráðhúsinu.
Það sem vakti fyrrnefnda athygli eru svör Vigdísar, sem er varla fyrr búin að segja að ekki sé vinnufriður í Ráðhúsinu þegar hún staðhæfir að þar hafi allir vinnufrið.
Nú hafa ummælin verið klippt til kostulegu myndbandi sem hefur verið deilt á Netinu og hefur á skömmum tíma vakið mikla kátínu, en það má sjá hér að neðan.
„það er ekki lengur vinnufriður í Ráðhúsinu“
„ég hef góðan vinnufrið, það hafa allir vinnufrið í ráðhúsinu“ pic.twitter.com/bPKbeZUOuu— Aron Leví Beck (@aron_beck) February 27, 2019
Mynd / Aldís Pálsdóttir