Sigurður Gísli Snorrason knattspyrnumaður og einn af stjórnendum hlaðvarpsins The Mike Show, sem þekktur er undir nafninu Siggi Bond, á nú von á sínu fyrsta barni með sambýliskonu sinni, Eyrúnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi.
Mikil ánægja og eftirvænting ríkir hjá parinu og fjölskyldum þess.
Siggi Bond hefur ekki alltaf átt góða tíma; hann var í bullandi neyslu og var til að mynda handtekinn í Hollandi fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa verið neyddur af glæpagengi þar í landi til að ræna apótek vopnaður skammbyssu.
Siggi Bond segist hafa verið ánægður þegar glæpagengið hollenska settu hann í það verk því þá vissi hann að hann myndi ná að losna úr greipum glæpagengisins. Málið endar svo á því að Siggi fær byssu og á að ræna apótek.
Í kjölfarið fór hann í apótekið og lagði byssuna á borðið og bað afgreiðslufólkið að hringja strax í lögregluna. Hann sat í fangaklefa í þrjá daga í Amsterdam en var svo sleppt.
Siggi segist aldrei hafa verið eins hræddur á ævinni um líf sitt og hélt að hann myndi deyja þarna. Hann beittur líkamlegu ofbeldi af hollenska glæpagenginu á meðan hann var fangi þeirra. Þeir börðu hann sundur og saman og brutu meðal annars tvö rifbein í honum.
Eftir heimkomuna frá Hollandi fór Siggi beint í meðferð og kom úr meðferðinni breyttur og betri maður. Hann kynntist fljótlega ástinni sinni, Eyrúnu, og nú eiga þau von á sínu fyrsta barni.