Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Það er rosalega margt í íslensku samfélagi sem er helsjúkt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðþekktir Íslendingar lágu ekki á skoðunum sínum í vikunni. Mannlíf tók saman nokkur eftirminnileg ummæli.

„Nú þegar atvinnuleysi er í hæstu hæðum vegna COVID-19 og óvissunnar fram undan, heilu atvinnuvegirnir róa lífróður og launþegar ströggla við að ná endum saman fyrir sig og fjölskyldur sínar er svo afhjúpandi að stjórnarandstöðuflokkar, einkum Samfylkingin og Píratar, skuli vart ná andanum af hneykslan vegna þess að roskinn háskólaprófessor, búsettur í Skuggahverfinu, sem vænta má góðra eftirlauna og aldrei hefur þekkt nokkurn skort á ævinni, skuli á lokaspretti starfsævinnar fara á mis við blaðamannagigg sem honum í reynd stóð aldrei til boða. Það hefur verið talað um sérhagsmunagæslu af minna tilefni.“
Guðfinnur Sigurvinsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fjölmiðlamaður, tjáir sig á Facebook um mál Þorvaldar Gylfasonar prófessors.

„Ömurlegt take frændi. Getur betur og ert betri en þetta.“
Símon Birgisson, listamaður og fyrrverandi fjölmiðlmaður, um skrif Guðfinns.

„Ég hef ekki hitt einn einasta mann sem vill opna landamæri Íslands með þeim hætti sem stjórnvöld áforma. Ég heyri að fólk sem vinnur í ferðaþjónustu er óttaslegið – nú á það að vera í „framlínunni“.“
Egill Helgason fjölmiðlamaður.

„Tilraunir okkar í minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að sinna eftirlitshlutverki nefndarinnar hafa einungis orðið meirihlutanum tilefni til valdníðslu og linnulausra árása. Skírasta dæmið um þetta er hvernig meirihlutinn stendur í vegi fyrir frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra, en forsætisráðherra kallar það góða niðurstöðu.“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í vikunni og lét hörð orð falla.

„Til þess að reka okkar samfélag á sanngjarnan hátt þarf að skipta byrðunum með þeim hætti að breiðustu bökin beri þyngstu byrðarnar.“
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, í bakþönkum Fréttablaðsins.

- Auglýsing -

„Hætt er við að hin mikilvæga og þarfa barátta gegn kynþáttamisrétti missi marks, og jafnvel stuðning, ef farið er offari við að brjóta niður táknmyndir fortíðarinnar.“
Réttindabaráttan Black Lives Matter gengur fram af höfundi Staksteina í Morgunblaðinu. Sér í lagi aðgerðir hreyfingar sem vinna að því að skemma styttur sem vísa í þrælahald og kynþáttafordóma.

„Það er rosalega margt í íslensku samfélagi sem er helsjúkt, eiginlega ógeðslegt.“
Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir lá ekki á skoðunum sínum í síðdegisútvarpi Rásar 2.

„Ég skil vel að Íslendingar sem komu heim í Leifsstöð í morgun hafi verið kátir að hitta fólkið sitt. En sjónvarpsmyndir af þessu góða fólki að knúsa vini og kunningja vekja samt undrun og áhyggjur. Sumt af þessu fólki gæti fengið tveggja vikna óvænta slökun í framhaldinu. Eða veikindi, ef það er óheppið.“
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -