Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Það er smá flókið að útskýra þetta tilraunaverkefni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Platan Wild Contrast með tvíeykinu Omotrack er nú komin út í heild sinni á Spotify og á allar helstu streymisveitur. Í dag kom einnig út myndband við lagið Liquid.

Bræðurnir Markús og Birkir ólust upp í Eþíópíu í þorpinu Omo Rate en búa nú á Íslandi. Wild Contrast er önnur plata tvíeykisins og fjallar um andstæður milli heimalanda þeirra, Íslands og Eþíópíu.

Lagið Liquid fjallar um ávanabindandi vökva sem finna má um allan heim og vítahringinn sem honum oft fylgir.

Nýlega gáfu þeir út lagið Overlay en myndbandið við það lag var tekið upp á sama tíma og myndbandið við lagið Liquid. „Við klipptum lögin saman þannig að við gætum tekið upp tvö tónlistarmyndbönd í einni langri töku. Við byrjuðum á því að taka upp endann á Overlay, fórum síðan í Liquid og enduðum aftur á Overlay. Það er smá flókið að útskýra þetta tilraunaverkefni en það má t.d. sjá að hluti myndbandanna er sama takan frá sitt hvoru sjónarhorninu.“

Mynböndin voru gerð í samstarfi við Arnar Tómasson en á myndavélunum voru Arnar og Sandra Björk Jónasdóttir.

Bræðurnir eru ánægðir með að platan sé komin út og hlakka til að fylgja henni eftir. Framundan hjá þeim eru tónleikar í Stúdentakjallaranum 13. apríl og útgáfutónleikar í Norræna húsinu 9. maí þar sem öllu verður til tjaldað. Einnig verður nóg að gera hjá þeim í sumar en hægt er að fylgjast með þeim á Facebook og Instagram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -