Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Svala fann sig ekki í L.A.: „Mér leið svolítið eins og ég væri föst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngdívan og tískumógúllinn Svala Björgvinsdóttir á afmæli í dag. Ber hún aldurinn ansi vel en hún er 45 ára í dag.

Svala var barnastjarna en hún sló rækilega í gegn er hún söng jólalög með pabba sínum Björgvini Halldórssyni, barn að aldri. Hún hélt svo áfram að slá í gegn, var í hljómsveitum á borð við Scoop og Steed Lord en einnig hefur hún gefið út sólóplötur. Þá keppti Svala í Söngkeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva eða Eurovision árið 2017 með lagið Paper.

Fyrir fáeinum árum var Svala í viðtali í hlaðvarpsþættinum Radio J´adora þar sem hún meðal annars ræddi um það þegar hún fór til Los Angeles eftir aldarmótin í von um að „meika það“ en fanns sig ekki alveg í þeim harða bransa sem þar er að finna.

„Það átti að gera mega poppstjörnu úr mér og ótrúlega mikill peningur lagður í þetta verkefni. Fyrsta tónlistarvideoið mitt kostaði 60 milljónir. Mér leið svolítið eins og ég væri föst í að gera eitthvað sem ég var ekki 100% að fýla og ég þurfti að fórna til þess að geta fengið eitthvað að mínu framgengt,” segir Svala í viðtalinu.

Mannlíf óskar Svölu innilega til hamingu með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -