Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá því að nær ótrúlega heiðarlegur maður hafi fyrr í dag gengið inn á lögreglustöðinni þar og skilað veski. Veskið reyndist stúttfullt af seðlum að sögn lögreglu.
Hún segir á Facebook:
„Föstudagsfréttin…Rétt í þessu kom hann Garðar á lögreglustöðina með seðlaveski sem hann fann í miðbæ Keflavíkur. Í veskinu var talsvert af reiðufé auk allra skilríkja sem maður er með í veskjum sínum almennt. Veskið auk seðlana er nú komið í réttar hendur og kunnum við og eigandi veskisins Garðari bestu þakkir. Það mættu fleiri vera eins og Garðar“