Sigríður nokkur er ekki parhrifin af móttökunum sem hún fékk á tjaldstæðinu í Borgarnesi í gær. Hún kvað salernin vera illa þrifin og engan pappír að finna. ekki náðist heldur í neinn sem á að vera að sjá um svæðið.
„Komum á tjaldstæðið í Borgarnesi um 16:30 í dag og erum búin að reyna að hringja í þjónustusímann sem gefin er upp á heimasíðunni, svarar ekki síma/ SMS/ eða skilaboðum , því klósettin eru illa þrifin og enginn klósettpappír né handþurrkur, bókuðum í gegnum parka.is“, sagði Sigríður inn á Tjaldsvæði- umræðuvettvangur.
Ingólfur hafði þetta um tjaldsvæðið í Borgarnesi að segja: „Tjaldsvæðið í Borgarnesi er afleitt. Hef oft spáð í hvers vegna því Borgarnes er flottur og snyrtilegur bær“. Kristín hvatti Sigríði til þess að koma 20 km fyrir utan Borgarnes: „Komdu í Selskóg í Skorradal. Rúmir 20 km frá Borgarnesi“. Margir mæltu með tjaldsvæðinu á Akranesi við Sigríði. Árni uppnefndi Borgarnes, sorgarnes. Stína sagði að tjaldsvæðið væri ömurlegt að endingu.