„Þetta er auðvitað leitt en við verðum öll að sýna ábyrgð og lágmarka hættu á smitum í samfélaginu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um þá niðurstöðu neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar að aflýsa Menningarnótt. Ástæðan er seinni bylgja kórónuveirufaraldursins og var þetta ákveðið á fundi stjórnarinnar í morgun.
Áður var búið að ákveða að dreifa Menningarnótt yfir tíu daga, dagana 13. til 23. ágúst en vegna Covid-19 hefur nú verið ákveðið að blása hana endanlega af. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn frá 1996 sem hátíðin er ekki haldin.